Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 124
ÁRNI BÖÐVARSSON:
Þjóðir og tungnmál
VII
Finnska og skyld mál
Áður en lengra er haldið, er rétt að líta ögn á eina Norðurlandamál-
ið, sem er með öllu óskylt íslenzkunni, finnskuna. Hana tala nær 4 millj.
manna, en eins og kunnugt er, eru töluð tvö mál í Finnlandi, finnska
og sænska, sem er þó með töluvert öðrum hreim en heima í Svíþjóð. Til
dæmis vantar hana sönghreiminn á einstök orð, sem setur svo mikinn
svip á sænsku. Nyrztu héruð Skandinavíuskagans, Finnlands og þær
slóðir byggja Lappar með hjarðir sínar. Tunga þeirra er lík finnsku, en
ber þó allt annað yfirbragð á pappír.
Finnskan er finnsk-úgrískt mál, en þau eru venjulega talin grein
hinna svo nefndu Ural-Altai mála, sem eru töluð af a. m. k. 60 millj.
manna á víð og dreif austur um meginland Evrópu og Asíu. — Auk
finnsku teljast til finnsk-úgrískra mála eistneska, töluð í Eistlandi, ung-
verska og nokkur smærri mál á meginlandi Evrópu norðanverðu, svo
sem lappneska eins og fyrr getur og tungur nokkurra smáþjóða nyrzt
í Rússlandi. Skyld finnsk-úgrískum málum eru Altaimálin svonefndu,
en þau eru tyrknesku málin, þeirra á meðal tyrkneskan sjálf, ýmis
mongólsk mál í Asíu, og við getum átt von á því að heyra þessar tung-
ur talaðar af alþýðu hér og þar allt frá ströndum Norður-Noregs aust-
ur um alla Asíu, til Mansjúríu og landamæra Kóreu. — Þess er rétt að
geta, að ekki eru allir málvísindamenn sammála um skyldleika þessara
tveggja málahópa, Úralmála og Altaimála, heldur vilja þeir skipa
finnsku og þeim málum, sem henni eru skyldust, í alveg sérstakan flokk,
finnsk-úgrísk mál, og telja svo tyrknesku málin annan flokk.
Tvö helztu einkenni þessara mála eru geysilegur fjöldi beygingarend-
\