Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 129
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL
239
lega helmingur þeirra heima í Albaníu, hinir byggja flestir landamæra-
héruð nágrannaríkjanna, og aðrir eru dreifðir um þau.
Albanska á það sammerkt a. m. k. tveim öðrum tungum, sem talaðar
eru á Balkanskaga, búlgörsku og rúmönsku, að greinirinn er skeyttur
aftan við nafnorðið. Einu sinni kom jafnvel fram tilgáta um það, að
íbúar Balkanskaga hlytu að vera náskyldir Norðurlandabúum, úr því
að í tungum beggja er ákveðnum greini skeytt aftan við nafnorðið, en
ekki taka nútímamenn alvarlega þessa tilgátu. Hitt er annað mál, að
sennilega er þarna um að ræða innbyrðis áhrif Balkantungnanna.
I albönsku er bæði ákveðinn og óákv. gr. Oákv. gr. er njé* sem
merkir raunar sama og töluorðið einn. Akv. greinir er tvenns konar, i
á eftir frammæltum samhljóðum, þ. e. samhljóðum, sem myndast fram-
arlega í munninum, en u á eftir uppmæltum samhljóðum, þ. e. hljóðum,
sem myndast ofarlega (aftarlega) í munninum. Þarna er samræmi máls-
ins, i sem er frammælt sérhljóð, notað á eftir frammæltum hljóðum, og
u, sem er uppmælt, notað á eftir uppmæltum. Steinn er t. d. á alb. gur,
með gr. guri (steinninn), en vinur er mik, með greini miku (vinurinn).
Við finnum strax, að r myndast framarlega, en k aftarlega í munninum.
—- Kyn nafnorða eru tvö í alb., kk. og kvk., og föllin þrjú. Lýsingarorð
fallbeygjast ekki sjálf, en á undan þeim verður alltaf að vera ákveðinn
greinir, sem er þá laus, ekki viðskeyttur. T. d. er „góður maður“ njé
njeri i mi.ré, orðrétt „einn maður hinn góði“. Fyrstu töluorðin eru:
njé, dy, tre, kater, pese, gjashte, shtate, tete, nente, dhjete. — I spurn-
arsetningum er ekki snúið við orðaröð, heldur er smáorðið a sett fram-
an við setninguna, sem verður við það að spurningu.
X
Indóevrópsk mál í Asíu
Maður skyldi nú ætla, þegar komið er austur yfir Sæviðarsund til
Asíu, að þar sé ekki fyrir að hitta tungur enn líkari og enn skyldari
okkar en sum Evrópumálin. Þar eru þó indóevrópskar tungur, svo sem
armenska í Armeníu, írönsk mál og indversk (indó-arísk). Armenska er
fornt menningarmál, sem nú tala raunar ekki nema sennilega 4 millj.
* e á albönsku er borið fram ö, dh sem S.