Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 45
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS 15S hefur haft þjófa fyrir sig í New York og stolið a. m. k. miljón þá er hann strax gerður ráðherra, og einginn keppinautur til þessarar stöðu getur orðið honum skeinuhættur nema maður sem sannanlega hefur boðist til að afhenda Svíum landhelgi íslands. En fastur í sessi og verulega vinsæll virtur og elskaður getur einginn forsætisráðherra orðið nema hægt sé að sanna að ofaná alt sem á undan var sagt hafi hann farið á bak við öll yfirvöld landsins og þjóðina sjálfa og gert samníng við útlendínga um að af- henda þeim Island sjálft — ekki aðeins vatnið heldur þurlendið. 25 „Landráðamennirnir í fylliríinu (borgarstjórinn og forsætisráðherr- ann)“ eru látnir játa ásetning sinn í lítt tvíræðum orðum: „Þó þeir dragi mig á hárinu um allan bæinn og heingi mig í flibbann minn þá skal landið verða selt!“ (G 20). Auðstéttinni sé glæpurinn, uppreistin gegn mennsku sinni unun. Ekki einu sinni vissa um að bölbænir kyn- slóðanna myndu fylgja nafni þeirra hafi getað haldið aftur af mönnun- um, sem seldu íslenzka lýðveldið og gerðu landið atómstöð í komandi stríði. Borgarastéttinni yfirleitt sé tortímingin samrunnin eðli liennar, „sjálfseyðingin orðin hið líffræðilega hlutverk hennar“: „Hugarheimur hennar er svik og lýgi. Hún hvorki getur né vill annað en hrun og eyð- ingu.“ (G 61). 7. „Guðirnir" tveir og norðanmaðurinn, „feimna lögreglan“, eru með frá upphafi; í G er svohljóðandi lýsing á þeim: þrír úngir glæpamenn, hálfbrjálaðir, sem halda að þeir hafi köllun til að lifa ofar öðrum mönnum. Einn er barnamaður með saltfisk, 22 ára gamall. Þeir setja streingi á saltfiskinn og leika á hann sem hljóðfæri. Hann heldur að hann sé Jesús Kristur. Annar er saungvari og skáld, með myndfagurt andlit og jarpa liðaða lokka ... Hinn þriðji er séffi, sveitapiltur, mentaður á gagnfræðaskóla, sem hefur komið hingað suð- ur til að verða glæpamaður. Hann hefur allar dygðir til að bera, hreinlæti, reglusemi, hjálpsemi. Hann lætur undirmenn sína myrða mann með öxi. 3 o. áfr. Nokkru seinna er sagt nánar frá „guðunum“: „annar, rómantiski snill- íngurinn, er fulltrúi rómantíkurinnar, hinn fulltrúi religiónarinnar. Báðir eru hafnir yfir mannfélagið og [hlíta] ekki lögum manna í sinni framferð. Þessvegna nefndir: guðirnir. Þeir eru fyrir handan ilt og gott, rétt og rángt“ (11). Höf. hefur auðsjáanlega lagt áherzlu á að rugla ekki saman guðunum tveim; en á bls. 135 í A-handritinu gerir hann þessa athugasemd: „Muna að skilja guðina tvo í 1. hið guði inn- blásna rómantíska skáld 2. hina frelsuðu trúarhetju sameinaða guði. Atómskáldið talar „svart“; briljantín er trúfífl og innbrotsþjófur“. At-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.