Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 147

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 147
ASÍUBÆNDUR í UPPREISN 257 fjölgun mannfólksins, trúarbrögð, skort á tæknilegum ráðunautum, hitabeltissjúk- dóma, né neinar aðrar þjóðsögur, sem lieimsvaldasinnar eru vanir að útbreiða. Þessi hnignun er bein afleiðing þess, að erlent auðvald eyðilagði hina samvirku til- veru sveitaþorpanna, lagði að velli handiðnir þessara þorpa, sölsaði undir sig bezta landið og breytti því í plantekrur kapítalista, íþyngdi bændum með landskuldum og sköttum, rændi jarðveginn miskunnarlaust frjóefnum sínum og hirti ekkert um hin fornu áveitukerfi, sem eru lífsblóð landbúnaðar Asíu. Marx farast svo orð um þetta: „Frá ómunatíð hafa í Asíu yfirleitt verið þrjár tegundir stjórnarráðuneyta: fjár- málaráðuneytið, eða arðránið innan lands, liermálaráðuneytið, eða arðránið utan lands, og loks ráðuneyti opinberra framkvæmda. Loftslag og landshættir, einkum og sér í lagi hinar miklu eyðimerkurlendur, er teygja sig frá Sahara um Arabíu, Persíu, Indland og Túrkestan, til hálendis Asíu, sköpuðu skilyrði fyrir tilbúnar áveitur með skurðum og vatnsbólum og lögðu grundvöll að akuryrkju Austur- landa.... Ilin brýna nauðsyn á að hagnýta vatnið sameiginlega knúði einkafram- takið á Vesturlöndum til að stofna til frjálsra samtaka, svo sem var í Fiandern og á ítalíu. En í Austurlöndum, þar sem menning var minni og löndin of mikillar víðáttu til þess að unnt væri að skapa samtök af frjálsum og fúsum vilja, varð sterk miðstjórn ríkisvaldsins að sinna sameiginlegri hagnýtingu vatnsins. Fyrir þá sök urðu allar ríkisstjórnir Asíu að taka að sér efnahagslega starfsemi, starfsemi opinberra framkvæmda. Þessi frjógjöf handa jarðveginum, sem kominn var undir því, að til væri miðstjórnarvald, en hnignaði jafnskjótt og áveitur og framræsla var vanrækt, skýrir þá undarlegu staðreynd, að á vorum dögum eru nú heil héruð nak- in og eydd, sem áður voru ágætlega ræktuð, svo sem Palmyra, Petra, rústirnar í Jemen, og víðlendar sveitir í Egyptalandi, Persíu og Hindústan.... A Austurind- landi erfðu Bretar frá fyrri valdhöfum ráðuneyti fjármála og styrjaldarreksturs, en þeir vanræktu með öllu ráðuneyti opinberra framkvæmda. Af þessu leiddi hnignun þessarar tegundar akuryrkju, sem ekki er hægt að reka á grundvelli hinnar brezku meginreglu um frjálsa samkeppni...“ (British Rule in India: Marx and Engels Selected Works, Vol. I. p. 314). Við erum vanir því frá skólalærdómi okkar að líta á eyðimerkur veraldarinn- ar sem óbreytanlega andlitsdrætti á yfirborði jarðar, þess vegna erum við sem steini lostnir þegar við komumst að raun um, að eyðimerkur þessar voru áður fyrr mikil menningarból. En það er hvorttveggja, að okkur skilst þá belur, að til er lausn á þessu vandamáli, og okkur veitist auðveldara að gera okkur grein fyrir mikilvægi hinna miklu áætlana Ráðstjórnarríkjanna um að breyta eyðimörkunum aftur í miðstöðvar menningarinnar. Alkunnar eru fyrirætlanir Ráðstjórnarríkjanna um að sigrast á eyðimörkinni Kara Kum. En einu sinni voru þessi víðlendu eyðimerkurhéruð, er náðu yfir Úz- bekistan og Túrkmenistan, aðsetur hins glæsilega konungsríkis, Khwarizm, kon- ungsríkis, sem gat því aðeins lifað, að það hvíldi á víðtæku áveitukerfi. Hinn frægi ferðalangur Araba, Jakut (1179—1229) lýsti Khwarizm á þá lund, að það væri „eitt af auðugustu og siðmenntuðustu löndum í austri.... Ég held ekki að til séu Tímarit Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.