Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 158
268
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Agnar Þórðarson:
Ef sverS þitt er stutt ...
Skáldsaga. Heimskringla,
1953.
Þessi nýja skáldsaga Agnars Þórðarson-
ar er Reykjavíkursaga. Hún gefur okk-
ur innsýn í líf íslenzkrar borgarastéttar,
sem í senn þjáist af hrörnunarsjúkdóra-
um og hefur þó ekki að fullu sigrazt á
bernskusjúkdómum sínum. Sennilega er
sagan allraunsæ, að minnsta kosti finnst
höfundi vissara að geta þess aftan við
söguna, að hvorki atburðir hennar né
einstakar persónur eigi sér ákveðnar fyr-
irmyndir. Sagan er innhverf sálarlífs-
lýsing aðalpersónu sögunnar, Hilmars.
Hún er í tveim hlutum og framan við
háða einkunnarorð valin úr Hamlet. I
sjálfu sér eru þau óþörf, skyldleiki sög-
unnar við þetta leikrit Shakespears er
svo augljós. Hilmar er Hamlet tuttug-
ustu aldarinnar, skynjar lesti samferða-
fólksins, langar að rísa gegn spilling-
unni, en er veikgeðja og óraunsær. Hann
leynir sjálfsmorði föður síns til að forð-
ast hneyksli. Sverð hans er of stutt, og
það fet, sem hann stígur framar hvers-
dagslegu lífi sínu, er fálmkennt og van-
hugsað. I viðnámi sínu gegn spilling-
unni er hann smitaður þeirri skoðun
samtíðarinnar, að þróun lífsins verði
stöðvuð eða snúið við með sprengju,
eyðingu verðmæta og morði, hvort sem
verja á spillinguna eða rísa gegn henni.
Þess vegna hlýtur andspyrna hans að
snúast í ósigur.
Sagan er tæknilega allvel gerð, sér-
staklega fyrri hlutinn. Atburðarásin er
hröð, kaflarnir stuttir og í hverjum koma
fram nýir þættir hins margbreytilega, en
þó einhæfa lífs, sem aðalsögupersónan
hrærist í. Þetta gerist þó án þess að
heildarsöguþráðurinn slitni. í fyrri hlut-
anum nýtur sín sérstaklega vel sú tækni
að iáta aldrei nema brot af veruleikar.-
urr. koma upp á yfirborð frásagnarinnar,
iáta hugann gruna meira en orðin segja.
Sérstaklega nýtur Markús góðs af þess-
ari frásagnartækni. Hann er persónugerf-
ingur auðshyggjunnar og verður í sög-
unni ægivaldur fyrst og fremst vegna
þess, hve höfundur heldur honum í
miklum fjarska. Og máski hefði verið
enn þá betra að láta hann aldrei koma
fram persónulega. Þá tækni notar Ano-
uilh með góðum árangri í leikriti sínu:
Stefnumótinu, þar sem eiginkonan verð-
ur að tjaldabaki sá ógnvaldur, sem allir
skjálfa fyrir.
Hinar fjölmörgu persónur sögunnar fá
á sig sérpersónuleg einkenni, um leið
og þeim bregður fyrir. Aðrar eru hins
vegar miður gerðar. Lakast finnst mér
höfundi takast með Richard annars veg-
ar og verkamennina, Ágúst og Snorra,
hins vegar, sérstaklega Snorra. Yfir-
borðsmennska Rikka er fullýkt, en sam-
tal Hilmars og Snorra fær á sig ósann-
færandi prédikunartón, sem verkar eins
og hrynhrjótur á heildarstílblæ sögunn-
ar. Vera er geðþekk persóna þrátt fyrir
rifbeinin í pokanum. Þrátt fyrir skerta
líkamsorku er sálarstyrkur hennar trygg-
ing fyrir því, að lífið verði ekki þurrkaö
út.
Yfirleitt er það sögunni styrkur, hve
persónurnar eru margar, enda þótt sum-
ar séu aðeins svipmyndir. Þannig lýsir
hún betur iðandi borgarlífi en með fá-
um persónum, þótt höfundur hefði þá
getað lagt meiri rækt við þær. Gott
dæmi um skemmtilega svipmynd er
skáldið prófessorinn, hið misskilda séni,
sem vantar tuttugu þúsund krónur, svo
hann komist til Lundúna til að gefa út