Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 53
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS 163 Þótt þaS sé í raun réttri utan þess sviðs, er grein minni er ætlað, get ég ekki stillt mig um, í sambandi við kveðjur þeirra Uglu, að beina athygli lesandans að ákveðnum atburði í lífi skáldsins sjálfs. I Alþýðu- bólcinni lýsir hann síðustu heimsókn sinni í klaustrið S:t Maurice de Clervaux haustið 1925, eftir að hann hafði sett saman Vefarann mikla suður á Sikiley. Hann átti ekki lengur samleið með munkum, og fannst hann standa við klausturportin „eins og sturluð kona, sem leitar uppi gröfina barnsins síns“; þessi port voru þaðan í frá „eilíflega Iokuð“ sál hans (364). En vinarfaðmur föður Beda stóð honum opinn eins og alltaf áður. Þessi hái öldungur, „þessi sannheilagi maður“, skildi hinn unga mann og var honum „sannkallaður faðir“: Við töluðum saman um hinn hreina tilgang, sem á að gagnsýra verk mannanna, og um hið himneska Ijós, sem skín fyrir kristna og heiðna ... Síðustu orð hans við mig voru þessi: „Wir sehen uns spater, anderswo, wenn nicht hier, — við sjáumst seinna, annars staðar, ef ekki hér.“ 365 Kveðjuorð föður Beda minna mjög á síðustu orð organistans, sérstak- lega eins og þau eru stíluð í B: „Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor — ef ekki hér þá annars- staðar.“ (325). Mér þykir ekki ólíklegt, að skáldið hafi að nokkru leyti — vísvitandi eða ekki — skoðað kveðjur þeirra Uglu í ljósi þessarar endurnrinningar sinnar um föður Beda. „Má vera, að þær kveðjur hafi verið stærsti atburðurinn í lífi mínu til þessa dags. Eg á ekki von á að mæta honum framar innan klausturmúranna, en á þessum blöðum er ég að gera tilraun til að mæta honum — anderswo.“ (366). En er ekki Ugla, þegar hún segir frá síðasta samtali sínu við organistann, í ríkum mæli fulltrúi Halldórs sjálfs? í Atómstöðinni, „á þessum blöðum“, ger- ir hann tilraun til að mæta „annarsstaðar“ vini sínum, Erlendi í Unu- húsi. Sem dæmi um mikilvægar breytingar í smáatriðum má benda á fyrir- sögn þáttarins um fóstureyðingu Aldinblóðs. Það er ekki fyrr en í B, að fyrirsögn er notuð, en þar hefur Blóðugar tœtlur í skál verið breytt í styttri mynd: í skál. í prenthandritinu hefur frá upphafi staðið Pabbi hennar kom með hana, en sú setning hefur orðið að víkja fyrir Móðir mín í kvíkví, eins og fyrirsögnin hljóðar í bókinni. Allar þessar fyrir- sagnir eiga við atriði og tilsvör í þættinum sjálfum. En með því að kjósa Móðir mín í kvíkví hefur skáldið gefið honum óviðjafnanlega ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.