Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 40
150
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hann er sjálfmentaður sérvitringur og kynvillingur. Hann hefur öfugar skoð-
anir á öllum sköpuðum hlutum, og brýtur niður allar venjulegar hugmyndir fólks
með tali og hegðun. Fyrstu nóttina sem hún [Uglá\ kemur til hans biður hann hana
að lána sér tíu aura. Spilar fyrir hana á grammófón þunga og erfiða nútíma músik.
Hefur orgel með fáum áttundum og þrjár eða fjórar nótur þegja. Henni finst hann
mjög undarlegur, sem von er. Ilann ræktar blóm, og þessi fátæki kjallari er eintóm
blóm og ódýr listaverk, klipt útúr blöðum, alt „hámóðins“ list, Picasso, og ýmsir
nútíma höggmyndasnillingar. Tónlistamaðurinn er mjög sérkennilegur og hefur
slerk áhrif á hana, svo hann er henni mjög hugstæður leingi. Henni finst hann falleg-
ui og hafinn yfir alla menn og þráir að skrifa honum. Hin elskulega gamla móðir
hans býr hjá honum. 2 o. áfr.
I G er öðru hverju minnzt á þennan eiginleika orgelkennarans. Svo seg-
ir á einum stað, þar sem talað er um Uglu, organistann og glæpamenn-
ina þrjá, er síðarmeir urðu „guðirnir“ tveir og „feimna lögreglan“, en
sá maður er hér nefndur „séffi“: „Þegar sveitastúlkan uppgötvar hið
sanna um að organleikarinn er ekki kvenfær, hallar hún sér nokkra
daga að séffanum, en hefur hafnað hinum öllum.“ (4). Organistinn
„fyllist öfgum þegar ungir piltar koma“ (8). Eftir að skóladrengir hafa
stolið skammbyssum og skotið öll blómin fyrir honum, „verður Uglan
eftir hjá honum, og vill hugga hann á kvenlegan hátt, en liann rekur
hana út og biður hana aldrei að koma oftar. Þá kemur fram að hann er
vangetumaður, en er paticus ýmsra stráka“ (15). E. t. v. er dálítið
eftir af þessu í A: „Já ég veit þú ert hafinn yfir alla rnenn, vinur, sagði
orgelkennarinn gekk að guðinum og kysti briljantínið í hárinu á hon-
um.“ (53). Seinna í sama kaflanum segir, að organistinn kyssir guðinn
aftur lauslega (56). Hinsvegar nefnir tilsvarandi kafli í B ekkert í þá
átt. I bókinni, eins og hún liggur fyrir, virðist varla vera lengur nokkur
snefill eftir af þessari kynvillu. Það eina, sem hægt væri að tína til í
þessu sambandi (og þó hikandi), væri lýsing Uglu á orgelkennaranum,
þegar þau talast við í síðasta sinn: „Þessi organisti sem menn töldu haf-
inn yfir guði, guðir yfir menn, hann sem var í raun réttri manna fjœrst-
ur konum, og þó sá einn manna þar sem kvenmaður á athvarf að leiks-
lokum“ (271; skáletrun mín).
Breytingin á persónu organistans er ekki takmörkuð við þetta eina
atriði; eins og bráðum mun vikið að, er hún almennara eðlis. Að minu
áliti má benda á ákveðið tilefni þessarar breytingar. Þann 13. febrúar
1947, en um það leyti var Halldór að semja A-handritið að Atómstöð-