Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 77
SÖGUR ÚR SÍLDINNI
187
gangur á háfun valdið því að drjúgur hluti torfunnar drepist í nótinni,
og verður hún af þeim sökum mjög erfið viðureignar, þung einsog blý,
enda eru ófá dæmin um þau endalok mikilla kasta, að dauð síldin
sprengdi nótarpokann, eða jafnvel reif hann alveg með sér niðrí djúpið.
Þesskonar köst eru að vísu orðin fátíð nú. Stærsta kast okkar, sem jafn-
framt mun hafa verið eitt af stærstu köstum íslenzkra skipa í sumar,
var til dæmis aðeins 500 mál. En hér áður, meðan þúsund mála k/'st
þóttu engar sérstakar fréttir, og
1400, 1500 og alltuppí 1600
mála köst voru ennþá lifandi
veruleiki, en ekki draumkennd-
ar minningar um fornaldar
frægð, einsog þau eru nú orðin,
þá var það oft helzta áhyggju-
efni skipstjóra, að torfan sem
þeir völdu sér væri ekki nógu
lítil fyrir nótina. Eitt sinn kom
það fyrir skip, sem búið var að
binda upp eftir endilöngu, að
síldin braut niður alla lunning-
una, og sprengdi svo nótina í
tætlur.
En þetta 500 mála kast, sem við fengum í norðvesturhorni Digraness-
flaksins þann 29. júlí, tók þó ærið nóg í vöðvana, minnsta kosti vöðv-
ana á blaðamanni sem árum saman hafði varla haft neitt þyngra í
höndunum en sjálfblekung. Og þegar maður var búinn að vera í bátum
alla nóttina, þá fylgdi því mikil sæla að mega fleygja sér í kojuna —
jafnvel þó maður væri votur og mætti ekki fara úr neinu — og blunda
kannski fáeinar mínútur, áðuren aftur var hrópað úr brúnni: ,,Klárir
í bátana!“ — Þetta kölluðum við að fá okkur „bjútíslíp“.
*
Sökum þess hve skip okkar var síðbúið norður, misstum við nær al-
veg af þeirri veiðihrotu sem gafst á vestursvæðinu. Það eina sem okkur
nýttist af henni var þessa fyrstu nótt á Grímseyjarsundi, sem ég minnt-
ist á í byrjun. Við köstuðum þrisvar þá nótt, og fengum samtals 172
Vilhelm Sigurðsson, 1. stýrimaður.