Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 20
130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ekkert íslenzkt skáld hefur boðað með slíkri ástríðu baráttu manns-
ins við ofureflið og Stephán G. Stephánsson. I augum hans er lífið
„leið til að sigra og þola“. Enga andstygð þekkir hann meiri en þá, að
fljóta „sem straumhrakin dreif gegnum drif“, og ekkert er honum eins
kært og að heimta af heiminum „hvern heilagan rétt“. A þeim árum er
hann yrkir sig upp úr kristindóminum lætur hann Sigurð Trölla bjarga
átta mannslífum úr greipum drottins, og þegar hann kveður erfiljóðin
um frændkonu sína, sendir hann stjórnanda tilverunnar þessar kveðjur:
Þó hann ráði dómum eg dirfð hef og mál
að deila um hverja hans glötuðu sál.
Ei skiptir hvors máttur er mestur.
Mannhugsjón Stepháns er jafnan hinn stríðandi maður, er fagnar
sigri — homo militans et homo triumphans! Og þó fór því fjarri, að
Stephán G. Stephánsson væri jafnan í hópi hinna sigursælu fylkinga.
Aldrei latti hann þess að leggja til orustu, þótt úrslit væri tvísýn:
Þitt fall væri heilagt, þó hrapaðir þú
á hlaupum að vinna hið stærra.
Þróunarhyggja Stepháns var líftaugin í þeirri karlmannlegu bjart-
sýni og lífstrú, er einkennir alla list hans. Upp úr þessari þróunar-
hyggju spratt hans næma skyn á mikil fyrirheit í því, sem á líðandi
stund er aðeins mjór vísir. Honum var það viðs fjarri að krefjast al-
fullkomleika sjálfum sér til handa eða af öðrum, en því skyggnari var
hann á tækifærin, sem framtíðin ber í skauti sér. I litlum læk sér hann
stórflóð vorleysinganna, í stráfelldu liði verkamanna fyrir utan Vetrar-
höllina í Pétursborg lítur hann hið sterkasta lið, sigurvegara framtíðar-
innar. Þegar honum brugðust vonir í mannheimum leitaði hann sér
huggunar og sigurvissu í hinum þolinmóðu og þrautseigu grösum, sem
lifðu af köldustu vetur:
Þér fjalldrapinn vitrast, sem uppgangsör
gat ætt fram af ættum, og öld við öld,
þreytt vaxtarraun, lengst fram á vetrarkvöld,
í vorsólna eftirför,
og þrátt fyrir hrakning og hröp sem beið
komst hlíðina upp á miðja leið.