Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 21
EFNISHYGGJA OG HÚMANISMI STEPHÁNS G.
131
í sárum persónulegum hörmum varð lífsskoðun þróunarhyggjunnar
Stepháni einnig raunabót. Þessi mikli og sjálfum sér samkvæmi heið-
ingi hefur ort sum fegurstu ljóð sín í þeim flokki kvæða, sem sennilega
skipa mest rúm í bókmenntum vorum: erfiljóðunum. Hann hefur ort
um sonu sína í hljóðri, æðrulausri sorg og rétt dauðanum sáttarhönd
eftir hvern missi, án þess að það hvarflaði nokkru sinni að honum að
lúta auðkeyptum tálsýnum, án þess að slaka á þeirri lífsskoðun, sem var
honum alla ævi hlíf og sverð í öllum sviptingum tilverunnar. Dauðinn
varð honum aldrei tilefni andlegs óhemjuskapar. Sjálfur beið hann
dauðans eins og verklúinn bóndi, er hyggur gott til hvíldarinnar:
Langur dagur liðinn,
Ijósum hinztu kveldskin slær.
Aðeins eftirbiðin.
Aftanhúmið þokast nær,
þessu höfði að halla við
hvíldarvon og næturfrið.
Stephán G. Stephánsson var einyrki alla ævi, ruddi mörkina einn og
lifði öll þroskaár í hinu klassíska landi einstaklingshyggjunnar, þar
sem þjóðarorðtakið var og er: Sérhver fyrir sjálfan sig og andskotinn
taki þann aftasta! Lífið lagði honum efnið upp í hendurnar til þess að
gerast Hamsúnskur sérvitringur og einrænumaður, aðskotaillur postuli
einstaklingshyggj unnar, að hætti fjölda annarra Ameríkumanna frum-
býlingsáranna. En Stephán var einn þeirra manna, sem baslið gat ekki
smækkað. Alla ævi gekk hann á hólm við lífið og bar sigurorð frá þeim
viðskiptum. Sannleikurinn var sá, að hann var of stórbrotinn einstakl-
ingur til að verða einstaklingshyggju borgarastéttarinnar að bráð. En
hann vottaði alla ævi einstaklingsþiæk sitt með því að standa einn með
nakið sverð til að verja réttan málstað, er átti sér fáa eða enga mál-
svara. Hann var oftast nær einmana í því þjóðfélagi, er hann hafði val-
ið sér að dvalarsveit. En hann vissi það einnig örugglega, að hann stóð
þrátt fyrir allt í hinni fjölmennu fylkingu undirokaðra stétta nútímans,
og ef sú fylking rofnaði stundum, þá var það ekki fyrir liðhlaup Steph-
áns G. Stephánssonar. Fáir munu þeir hafa verið í aldursflokki hans er
voru tengdir sinni samtíð jafn traustum böndum og þetta íslenzka
skáld. En þótt Stephán lifði fastar með samtíð sinni og aldarmenningu