Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 35
PETER HALLBERG :
Úr yinnustofu sagnaskálds
Nokkur orð um handritin að Atómstöðinni
1. Það liggur í augum uppi, hversvegna menn gera nákvæmar og
tímafrekar rannsóknir t. d. á skinnhandritum af Islendingasögum. Þessi
vinna miðar að því að afla sem öruggastrar vitneskju um „frumtext-
ann“, um hina upprunalegu gerð sagnanna. En það mun ekki vera öll-
uin jafnljóst, til hvers er verið að grúska í handritum að prentuðum
bókum, jafnvel bókum frá okkar eigin tíma. í prentaðri skáldsögu eða
ljóðabók mætum við lokaárangrinum af starfi höfundarins í það skipt-
ið. ÖIl hugsanleg drög og uppköst, sem á undan hafa gengið, eru aðeins
áfangar á leiðinni og orðin hismi frá þeirri stund, er verkið öðlast sína
endanlegu mynd.
Samt getur verið fróðlegt að reyna að fylgja skáldinu á þessari leið,
áfanga af áfanga. Tilraunir þær og breytingar, sem hafa átt sér stað,
geta gert okkur ljósari tilgang ýmissa atriða í verki hans og gefið okkur
skýrari hugmyndir um listræn vinnubrögð yfirleitt. Rannsókn af þessu
tagi stendur þá í þjónustu ritskýringarinnar.
2. Mér þykir ekki ólíklegt, að mörgum lesendum finnist sum einkenni
Atómstöðvarinnar benda til þess, að bókin hafi verið samin í flýti og
að höfundurinn hafi í þetta skipti lagt á sig minni vinnu en ella til þess
að smíða listræna heild úr hráefni því, sem veruleikinn bauð honum. En
nú vill svo vel til, að öll uppköst og handrit að Atómstöðinni hafa verið
geymd, og þessi gögn gefa allt aðra hugmynd um vinnubrögð skáldsins
í þessu verki.
Áður en lengra er farið, ætla ég að lýsa í stuttu máli útliti og stærð
þessara heimilda minna.
Grindin í sögunni nefnist fyrsta uppkastið. Það er skrifað með bleki
(fáeinar setningar með blýanti) á vélritunarpappír, 62 tölusett blöð.
Tímarit Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 10