Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 73
SÖGUR ÚR SÍLDINNI 183 aflamanns Sigurðar í Görðum, stýrði stjórnborðsbátnum og sagði jafn- framt fyrir um það hvernig nótinni skyldi kastað hverju sinni, en í því efni þarf margt að athuga, til dæmis straum og vind, en þó fyrst og fremst háttalag torfunnar sjálfrar, í hvaða átt hún veður, hvort hún virðist gæf eða stygg, hvort hún breiðir úr sér eða snýst um sjálfa sig í þéttri, djúpri iðu. Og þarf lengri reynslu en einnar vertíðar til að skýra þau vísindi öll. Fyrir kom jafnvel að við köstuðum þar sem engin síld sást vaða, en aðeins nokkrir múkkar sátu á sjónum. (Múkki er nafn það sem sjómenn nota undantekningarlaust um fugl þann sem við í landi köllum fýl). „Það morar,“ sögðu þá hinir eldri og reyndari skipsmenn. „Já, það morar bara talsvert.“ „Já, mikið asskoti hvað morar þarna í hann undir múkkanum.“ En hinir yngri, sem ávallt voru reiðubúnir að blanda gríni samanvið hlutina, tóku gjarnan undir þessar athugasemdir eldri mannanna með því að syngja við raust amerískan ástarslagara sem heitir „Amor, amor, amor“, meðan stýrt var á fullri ferð á múkkann. Þeir gömlu reyndust þó jafnan hafa nokkuð til síns máls í þessu efni sem öðrum, og einu sinni fengum við hvorki meira né minna en 300 tunnur síldar úr slíku múkkakasti. Og þegar ég fer að hugsa um það, þá man ég ekki betur en það væri líka einmitt í því kasti sem svo illa tókst til, meðan á snurpingu stóð, að hringurinn, sem hélt bátunum saman á davíðunum að framan, hrökk uppaf öðrumegin, svo að þeir drógust óðfluga sundur, en bakbyrðingar tóku það ráð að keyra sína vél allt hvað hún megnaði, og freista þannig að ná bátunum saman aftur, og hafði næstum tekizt þetta, þegar nótin flæktist í skrúfunni, svo óþyrmilega, að ekkert fékkst að gert, fyrren vélamaðurinn í stjórnborðsbátnum, Ingólfur Magnússon, 20 ára gamall Reykvíkingur, glaðlyndur maður og með afbrigðum skemmtilegur, stökk yfrum og hvarf umsvifalaust fyrir borð (að undanteknum fótun- um sem tveir menn héldu í). Þegar Ingi kom upp aftur, var hann, fyrir sitt leyti, votur niður að mitti, og nótin, fyrir sitt leyti, laus úr skrúf- unni. Og hylltu menn Inga að sjálfsögðu fyrir afrekið, ekki sízt er í Ijós kom að síldin var, þrátt fyrir allt, ennþá í nótinni, — og þetta reyndist semsagt eitt bezta kast sumarsins. Annar stýrimaður, Óli Kr. Jónsson, stýrði bakborðsbátnum. Óli er einn þessara margfróðu manna, sem finna má meðal allra stétta á Islandi, ekki síður þeirra sem kenndar eru við sjó og land og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.