Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 14
124
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nýju sýn með jafn innfjálgri gleði og Stephán G. Stephánsson. Mörg
trúarljóð hafa íslenzk skáld ort um dagana, en ég man ekki eftir nein-
um nema Stepháni, sem ort hefur vantrúnni lofsöng:
Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt,
og glóandi birtuna lagði yfir allt. —
Og aldirnar gegnum mér glóa hún virtist,
sem gagnsæ þýðing mér heimurinn birtist.
Efnishyggjan varð hinn bjargfasti grundvöllur að lífsskoðun Stepháns
G. Stephánssonar alla ævi síðan. Ári fyrir andlát sitt kemst hann svo að
orði í einu bréfa sinna, að „tilveran ein er næg og uppfyllir allt,“ og því
sé það fásinna af mönnum „að gera sér guð og hugsa sér á þann hátt að
ráða eina gátuna með því að búa til aðra, enn óráðnari.11 Þegar Stephán
skrifaði þessi orð höfðu borgaraleg vísindi raunar um langa stund
reynt að læða skapandi guði og tilveruhöfundi inn um bakdyrnar á
heimsmynd nútímans. En í þessu efni sem oftar óð Stephán andstreymis
tízku tímans. Hann skrifaði aldrei undir fátæktarvottorð borgaralegrar
lífshyggju. Árið 1911 segir hann í bréfi: „Ég þekki skáld, sem sjálft
hefur sagt mér, að hann sé „aþeisti“. Guð er hjá honum í öðru hverju
kvæði hans enn þann dag í dag. Heimspekingar og vísindamenn sumir
stagast á því orði, segjast enga trú-þýðingu leggja í það sjálfir, hjá sér
sé það aðeins yfirgripsorð yfir allt, sem sé gott og göfugt. Nú, ég hef
ekki skap til að leggja mér leðurblökuna til munns sem fugl, en ekki
sem mús, eftir reglum kattarins, en vel veit ég, hversu allmennings-hylli-
laust það er.“
Lífsalvara þessa íslenzka landnámsmanns var svo mikil, að honum
datt aldrei í hug að gera gælur við guðshugmynd, sem hann hafði að
fullu hrakið á brott úr heimsskoðun sinni og hugskoti. Stephán kunni
vel við sig í þeim heimi, sem efnishyggja náttúruvísindanna hafði túlk-
að og skýrt. I hugmyndaheimi Stepháns greip þróunarkenningin, kenn-
ingin um breytiþróun allrar tilveru, sál hans sterkustum tökum. Þró-
unarhyggjan er ívaf og uppistaða í allri lífsskoðun hans og ljóðlist, svo
að hann orðar tæplega nokkra hugsun, að hún sé ekki mörkuð þróunar-
hyggjunni, hugmyndinni um hina látlausu breytingu, hina linnulausu
hreyfingu, vöxt, þroska, dauða, upprisu — mors immortalis! í hinu
kirkjulega umhverfi íslendingahyggðanna vestan hafs verður honum