Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 14
124 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nýju sýn með jafn innfjálgri gleði og Stephán G. Stephánsson. Mörg trúarljóð hafa íslenzk skáld ort um dagana, en ég man ekki eftir nein- um nema Stepháni, sem ort hefur vantrúnni lofsöng: Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt, og glóandi birtuna lagði yfir allt. — Og aldirnar gegnum mér glóa hún virtist, sem gagnsæ þýðing mér heimurinn birtist. Efnishyggjan varð hinn bjargfasti grundvöllur að lífsskoðun Stepháns G. Stephánssonar alla ævi síðan. Ári fyrir andlát sitt kemst hann svo að orði í einu bréfa sinna, að „tilveran ein er næg og uppfyllir allt,“ og því sé það fásinna af mönnum „að gera sér guð og hugsa sér á þann hátt að ráða eina gátuna með því að búa til aðra, enn óráðnari.11 Þegar Stephán skrifaði þessi orð höfðu borgaraleg vísindi raunar um langa stund reynt að læða skapandi guði og tilveruhöfundi inn um bakdyrnar á heimsmynd nútímans. En í þessu efni sem oftar óð Stephán andstreymis tízku tímans. Hann skrifaði aldrei undir fátæktarvottorð borgaralegrar lífshyggju. Árið 1911 segir hann í bréfi: „Ég þekki skáld, sem sjálft hefur sagt mér, að hann sé „aþeisti“. Guð er hjá honum í öðru hverju kvæði hans enn þann dag í dag. Heimspekingar og vísindamenn sumir stagast á því orði, segjast enga trú-þýðingu leggja í það sjálfir, hjá sér sé það aðeins yfirgripsorð yfir allt, sem sé gott og göfugt. Nú, ég hef ekki skap til að leggja mér leðurblökuna til munns sem fugl, en ekki sem mús, eftir reglum kattarins, en vel veit ég, hversu allmennings-hylli- laust það er.“ Lífsalvara þessa íslenzka landnámsmanns var svo mikil, að honum datt aldrei í hug að gera gælur við guðshugmynd, sem hann hafði að fullu hrakið á brott úr heimsskoðun sinni og hugskoti. Stephán kunni vel við sig í þeim heimi, sem efnishyggja náttúruvísindanna hafði túlk- að og skýrt. I hugmyndaheimi Stepháns greip þróunarkenningin, kenn- ingin um breytiþróun allrar tilveru, sál hans sterkustum tökum. Þró- unarhyggjan er ívaf og uppistaða í allri lífsskoðun hans og ljóðlist, svo að hann orðar tæplega nokkra hugsun, að hún sé ekki mörkuð þróunar- hyggjunni, hugmyndinni um hina látlausu breytingu, hina linnulausu hreyfingu, vöxt, þroska, dauða, upprisu — mors immortalis! í hinu kirkjulega umhverfi íslendingahyggðanna vestan hafs verður honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.