Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 63
HEYRÐI ÉG í HAMRINUM 173 kaupi, enda var þetta fegursta brúðkaup í heimi. Að vísu var hundur í tveim persónum, og þær laumuðust í burtu, og var önnur þeirra dótt- ir kúgarans. En sá var munur á þessu ævintýri og gömlu ævintýrunum okkar, að okkar ævintýri voru aðeins draumur, sem fólkið hafði enga trú á, að nokkru sinni mundi rætast, en þeirra ævintýri er veruleiki dagsins í dag. Það er aðeins lítils háttar, sem ég hef getað kynnt mér ritverk rúm- ensku skáldanna. En það litla, sem ég hef kynnzt, bendir til þess, að sterkasta hlið þessara skálda hafi ekki verið og sé ekki væmin meining- arleysa, heldur nákvæmur skilningur og hnitmiðuð lýsing á fólkinu í landinu og örlögum þess. Ég hef með höndum smásögur eftir höfund, sem látinn er fyrir 16 árum, þá 29 ára að aldri, og ég held, að smásög- ur hans sómdu sér vel við hlið smásagnanna, sem bezt hafa lýst alþýðu okkar lands, hvort sem við tækjum sögur eftir Einar H. Kvaran eða Halldór Stefánsson. Ég hef lesið skáldsögu eftir Mihail Sadoveanu, sem Rúmenar telja mestan núlifandi rithöfund sinn. Sú saga er úr lífi hinna ánauðugu bænda eftir aldamótin síðustu. Um þessa sömu bændur skrif- ar einn af yngstu rithöfundunum, Petru Dumitrum, 29 ára að aldri, í sögunni Júnínætur. Þá eru þessir kúguðu bændur að taka landið í sín- ar hendur og stofna samyrkjubú. Þeim höfundi kynntist ég lítils háttar persónulega. Hann játaði mjög ást sína á íslandi, hafði lesið bæði Njálu og Grettlu, og í Júnínóttum finnst mér kenna áhrifa af lestri þeirra. I fyrsta kafla kynnir hann aðalpersónur sögunnar á skýran og lifandi hátt. Ég hafði aðeins lesið nokkurn hluta sögunnar, þegar ég hitti hann öðru sinni, og spurði ég, hvort hann mundi leyfa, að sagan yrði þýdd á íslenzku. Hann dró við sig svarið, sagði, að auðvitað væri sér það ánægja, en — þó kysi hann heldur, að fyrir valinu yrði bók sú, sem kæmi út í vetur og þá jafnhliða í enskri þýðingu. Þegar ég hafði lokið lestri sögunnar, þá var mér Ijós afstaða hans. Bygging verks- ins sem heildar var ekki eins sterk og byrjun gaf vonir um. En hún er iðandi af lífi, og hvert atriði er gegnlýst af sálfræðilegum og þjóðfé- lagslegum skilningi. Seinni verk þessa höfundar hljóta að verða betri. Hann er eitt með gróandi þjóðlífi. Hann er mér tákn hinnar rúmensku þjóðar, þróttmikill með þroskamikla framtíð fyrir stafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.