Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 108
218
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Fínu frúrnar snerta bremsuna með tánni og vagninn rennur af stað,
mjúkt og hljóðlaust, eins og töfrarekkja í ævintýri.
En hvað barnið hlýtur að dreyrna vel!
Mömmurnar brosa annars hugar út í loftið og pabbarnir skokka við
hliðina á þeim og hjálpa þeim til að keyra, þegar vagninn togar í nið-
ur bratta eða þráast við uppímóti. Þau eru farsældarleg í framan, og
ánægð með sig, því allt er fyrirfram grundað. Frúin veit, livað hún
ætlar að kaupa og hvar hún ætlar að verzla, og það verður afgangur
af peningunum — — og meðan hún skreppur inn, stendur eiginmaður-
inn úti og heldur í vagninn, þótt hann sé í bremsu og alveg grafkyrr.
Og hann ber hendina upp að hattbaiðinu, ef kunningjar ganga frarn-
hjá, og ef frúrnar eru með þeirn, tekur hann í hattbarðið með þumal-
fingri og vísifingri. Þetta er smart hreyfing og sívíliseruð kveðja og
hann finnur til sín í laumi. Þeir verða allir á svipinn eins og stúdentar,
sem eru úti á götu með háskólahúfurnar í fyrsta skipti, — reyna að
láta sem þetta sé sjálfsagt og ekkert merkilegt.
En frúrnar kunningjanna senda manninum glettnislegt, jafnvel ást-
leitið blikk, kíkja svo inn í vagninn, allsendis ófeimnar og segja ein-
hverja dómadagsvitleysu við krakkann:
— Go, gva ’ann e dætur, elgan lilla! eða eitthvaö álíka gáfulegt.
Og maður verður bara vondur út í þær með sjálfum sér og blóðið
stígur manni til höfuðs af spenningi, því mann langar sjálfan til að
kíkja innundir skyggnið og segja þetta sama.
En maður kemur sér ekki að því, — þær eru svo fínar og frúarlegar,
en maÖur er bara stelpugægsni, berhöfðaður eins og hver annar rolling-
ur og ekki einu sinni í alminlegri dragt----
Nei, maður verður að láta sér nægja að stelast og læðast, eins og
viðvaningsþjófur kringum læsta fjárhirzlu. Og þegar manni hefur ekki
tekizt að sjá nerna blánefið um leið og maöur skauzt hjá, — ja, þá
huggar maður sig við að þetta hafi ekki verið krakkinn manns, — hann
hafi ekki svona nef — —
Þá er þó miklu skárra að eiga við ljótu vagnana. Konurnar, sem
keyra þá eru oftast einar, og það er aldrei þessi þvaga í kringum þá að
hnýsast í krakkann. —
Það hlýtur að vera hreinasta raun að fara niöur í bæ með þessháttar
vagn, því fólkið glápir svo á þreyttu, horuðu konuna, sem er með hann,