Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 62
172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þeirra ný af nálinni. Annað var brúðuleikur. í þeim leik var um mikla
list að ræða. Hér komu frarn dýrin sjálf, ljóslifandi, í stíl ádeiluævin-
týra eftir H. C. Andersen. Aðalpersónurnar eru kattahjón, sem efna til
dýrðlegrar veizlu á borgaralega vísu og bjóða til sín hana og hænu,
hafri og geit og svo einstæðingsgyltu. Flækingskettlingar leita inngöngu
en þeir eru reknir út harðri hendi. Haninn skemmtir með einsöng og
reigir sig og skekur óskaplega. Hafurinn dansar mikinn við geit sína,
hristir skeggið og hreyfir sig fádæma klaufalega, enda er hann geysi-
afbrýðisamur, ef eitthvað karlkyns kemur nærri hans geit. Högna hund-
leiðast gestirnir og fer í fýlu. Kettan kveður gesti sína með fádæma
fleðulátum, en um leið og þeir eru komnir út úr dyrunum, eru þau
hjónin farin að gera gys að þeim og veltast um af hlátri eins og vitlaus-
ar manneskjur. Svo brennur ofan af kattahjónunum, og þau lenda á
vergang. Þá ganga þau milli gesta sinna, en enginn vill líkna þeim. Þeg-
ar þau loks eru gersamlega buguð í armóði sínum og munaðarleysi, þá
fá þau inni hjá áðurnefndum flækingskettlingum. 011 framkoma dýr-
anna var svo sannmannleg, að minnstu leikhússgestirnir nutu hvers ein-
asta atriðis fullkomlega og við hinir eldri þó enn betur og á fjölbreytt-
ari hátt. — Rúmensk óperetta heitir „Fegursta brúðkaup í heimi“. Efni
hennar minnti á alþýðlegar skáldsögur, sem fara vel, og að nokkru
leyti á ævintýrin um kóng og drottningu i ríki sínu og karl og kerlingu
í koti, að viðbættum vondum stjúpum, fögrum kóngsdætrum og hraust-
um karlssonum. í hlutverki grimmra drottnara var forríkur lands-
drottinn og kona hans, í hlutverki karlssonar var aðaltenór óperett-
unnar, sonur ekkju, sem pínd hafði verið til dauða með sköttum af
landskikanum, sem landsdrottnarinn veitti henni af náð sinni. Og karls-
sonurinn fór út í heiminn, það er að segja, hann fór til borgarinnar, og
þar hitti hann hina frelsandi dís mannkynsins, það er að segja verka-
lýðsstéttina, og með blessun hennar fór hann aftur til síns æskuheima
með fiðlarann við hlið sér. Og þeir gengust fyrir uppsteit á lands-
byggðinni, stórkarlarnir urðu hræddir og fóru að leika drauga í kast-
alarústum sínum og ætluðu með því að hræða fólkið úr byggðinni. Sem
drauga sá maður síðast þetta fólk. En í lokin var dýrðlegt brúðkaup á
óðalssetri landsdrottnarans. Þar giftust þeir félagarnir báðir æskuást-
um sínum, sem þeir höfðu ekki áður fengið að njóta. Samvinnubú var
komið í stað óðalssetursins, og öll samvinnubyggðin stóð að þessu brúð-