Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 158

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 158
268 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Agnar Þórðarson: Ef sverS þitt er stutt ... Skáldsaga. Heimskringla, 1953. Þessi nýja skáldsaga Agnars Þórðarson- ar er Reykjavíkursaga. Hún gefur okk- ur innsýn í líf íslenzkrar borgarastéttar, sem í senn þjáist af hrörnunarsjúkdóra- um og hefur þó ekki að fullu sigrazt á bernskusjúkdómum sínum. Sennilega er sagan allraunsæ, að minnsta kosti finnst höfundi vissara að geta þess aftan við söguna, að hvorki atburðir hennar né einstakar persónur eigi sér ákveðnar fyr- irmyndir. Sagan er innhverf sálarlífs- lýsing aðalpersónu sögunnar, Hilmars. Hún er í tveim hlutum og framan við háða einkunnarorð valin úr Hamlet. I sjálfu sér eru þau óþörf, skyldleiki sög- unnar við þetta leikrit Shakespears er svo augljós. Hilmar er Hamlet tuttug- ustu aldarinnar, skynjar lesti samferða- fólksins, langar að rísa gegn spilling- unni, en er veikgeðja og óraunsær. Hann leynir sjálfsmorði föður síns til að forð- ast hneyksli. Sverð hans er of stutt, og það fet, sem hann stígur framar hvers- dagslegu lífi sínu, er fálmkennt og van- hugsað. I viðnámi sínu gegn spilling- unni er hann smitaður þeirri skoðun samtíðarinnar, að þróun lífsins verði stöðvuð eða snúið við með sprengju, eyðingu verðmæta og morði, hvort sem verja á spillinguna eða rísa gegn henni. Þess vegna hlýtur andspyrna hans að snúast í ósigur. Sagan er tæknilega allvel gerð, sér- staklega fyrri hlutinn. Atburðarásin er hröð, kaflarnir stuttir og í hverjum koma fram nýir þættir hins margbreytilega, en þó einhæfa lífs, sem aðalsögupersónan hrærist í. Þetta gerist þó án þess að heildarsöguþráðurinn slitni. í fyrri hlut- anum nýtur sín sérstaklega vel sú tækni að iáta aldrei nema brot af veruleikar.- urr. koma upp á yfirborð frásagnarinnar, iáta hugann gruna meira en orðin segja. Sérstaklega nýtur Markús góðs af þess- ari frásagnartækni. Hann er persónugerf- ingur auðshyggjunnar og verður í sög- unni ægivaldur fyrst og fremst vegna þess, hve höfundur heldur honum í miklum fjarska. Og máski hefði verið enn þá betra að láta hann aldrei koma fram persónulega. Þá tækni notar Ano- uilh með góðum árangri í leikriti sínu: Stefnumótinu, þar sem eiginkonan verð- ur að tjaldabaki sá ógnvaldur, sem allir skjálfa fyrir. Hinar fjölmörgu persónur sögunnar fá á sig sérpersónuleg einkenni, um leið og þeim bregður fyrir. Aðrar eru hins vegar miður gerðar. Lakast finnst mér höfundi takast með Richard annars veg- ar og verkamennina, Ágúst og Snorra, hins vegar, sérstaklega Snorra. Yfir- borðsmennska Rikka er fullýkt, en sam- tal Hilmars og Snorra fær á sig ósann- færandi prédikunartón, sem verkar eins og hrynhrjótur á heildarstílblæ sögunn- ar. Vera er geðþekk persóna þrátt fyrir rifbeinin í pokanum. Þrátt fyrir skerta líkamsorku er sálarstyrkur hennar trygg- ing fyrir því, að lífið verði ekki þurrkaö út. Yfirleitt er það sögunni styrkur, hve persónurnar eru margar, enda þótt sum- ar séu aðeins svipmyndir. Þannig lýsir hún betur iðandi borgarlífi en með fá- um persónum, þótt höfundur hefði þá getað lagt meiri rækt við þær. Gott dæmi um skemmtilega svipmynd er skáldið prófessorinn, hið misskilda séni, sem vantar tuttugu þúsund krónur, svo hann komist til Lundúna til að gefa út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.