Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 161

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 161
UMSAGNIR UM BÆKUR 271 ■sú framtakssemi í atvinnumálum sem Jar var oðrum landshlutum framar, ■einkum í stofnun þilskipaútgerðar. Mætti það lielzt að bókinni finna að 'þessu efni eru ekki gerð þau skil sem æskilegt væri, en það skal játað að bæði •er það mál lítt rannsakað og mundi að vissu leyti hafa farið út fyrir þau takmörk sem höfundurinn hefur sett ■sér. En þarna er bersýnilega óleyst verk- efni, að rekja tengslin milli nýjunganna ■í atvinnuháttum og nýrra strauma í menningarmálum. Þau tengsl skjóta upp höfðinu hvað eftir annað í þessari bók, þótt ekki séu þau gerð að meginvið- fangsefni. Sem dæmi má benda á grein Brynjólfs Benedictsens til varnar þilju- mönnum, sem hann ritaði fyrir Bréflega félagið. Þar ræðst hann eindregið gegn 'hinum forna stórbændahugsunarhætti sem stöðugt var andvígur útgerð sem sjálfstæðri atvinnugrein og hafði haldið uppi linnulausri baráttu gegn henni síð- an á 15. öld. I þessu greinarkorni sjáum við ljóslega átök nýs og gamals tíma, merki um komandi byltingu í atvinnu- háttum. Vestlendingar er merkileg bók, því að hún vísar veginn að nýjum viðfangs- efnum í sögu síðustu aldar. Og þó að efnið sé ekki tæmt þá flytur hún svo mikinn nýjan fróðleik að hún er stór- mikill fengur íslenzkri menningarsögu. Allir sem þessum fræðum unna hafa ástæðu til að þakka Lúðvík Kristjáns- syni fyrir þetta verk og að vænta sér góðs af síðara bindinu, en þar verður viðfangsefnið nátengdara stjómmálasög- unni. /. B. Pjotr Pavlenko: LífiS bíður. Geir Kristjánsson íslenzkaði. Æskilegt hefði verið að fá að vita eitt- hvað um höfund þessarar bókar, því hann mun vera ókunnur mönnum hér; nokkur formálsorð hefðu dugað. Þetta er alllöng skáldsaga, rúmar 18 arkir. Það er fróðlegt að fá á íslenzku sögu eftir nútímahöfund rússneskan og kynn- ast því hvernig þeir skrifa og viðfangs- efnum þeirra. Margt hefur verið sagt um þessa höfunda og ekki allt sem fallegast eða virðulegast. Nú geta menn séð með eigin augum og dæmt sjálfir. Bókin er ágætlega þýdd og beint úr frummálinu, rússnesku, og fer þess vegna ekkert milli mála. Sagan gerist í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Rauði herinn stikar risa- skrefum vestur eftir Evrópu og rekur á undan sér hinn „óvíga“ her nazistanna. Voropaév liðsforingi var í sigurför þessari, en honum tókst ekki að komast lengra en til Búlgaríu, þar missti hann annan fótinn og var sendur heim aftur. Nú var styrjöldinni að verða lokið, dá- semdir lífsins biðu, en hann, berklaveik- ur með einn fót, mundi ekki geta notið þeirra. Þegar hann er gróinn sára sinna og farinn lítið eitt að jafna sig hafnar hann í smáþorpi við Svartahaf, einráðinn í því að draga sig út úr starfi og stríði og lifa friðsömu hvíldarlífi á þessum stað. Hann er óhamingjusamur, finnst hann hafa misst meira en hann geti sætt sig við: annan fótinn, heilsuna og góðan fé- laga, kvenskurðlækni, sem hann á sínum tíma vonaði að yrði konan sín. Þetta þorp er ekki mjög glæsilegur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.