Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 52
162 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En í B hafa orð organistans um ódauðleika blómanna verið flutt á þenn- an stað í lok kaflans: livert ferð'u, sagði ég. Hann sagði: Leiðirnar eru margar. Og blómin þín, sagði ég. Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor — ef ekki hér þá annarsstaðar. 325 Þegar organistinn segir í A, að blóm séu ódauðleg, „einsog hann hafði oft sagt áður“, þá lítur þetta út eins og hver önnur kenning hans um hlutina. En með því að breyta lítilsháttar gangi sögunnar á þessum stað og láta orðin um blómin koma seinast í kaflanum tengir skáldið þau fastara síðasta kaflanum og lokum allrar sögunnar, þar sem Ugla er á flótta frá torginu með blómvönd sinn á handleggnum. En um leið er sambandið milli blómanna annarsvegar og organistans sjálfs og örlaga hans hinsvegar orðið innilegra. 1 bókinni verður þetta samband loks enn skýrara, þar sem tilsvari B-handritsins, „Leiðirnar eru margar“, hefur verið breytt í „Sömu leið og blómin“. Lok kaflans bendir ótvírætt til þess, að organistinn hafi hugsað sig feigan, þegar hann segir þetta. Það er þó ekki fyrr en í B, að þessi hugmynd skáldsins kemur greini- lega í ljós: „eftilvill gékk hann ekki heill til skógar“ (325) — með þeim orðurn lýsir Ugla vini sínum við kveðjur þeirra, en þá athugasemd hennar vantar í A. Þannig hafa blómin og organistinn verið tengd hvort öðru á þann hátt, er bendir á ódauðleika þeirra, eða ódauðleika þeirra lífsverðmæta, er þau tákna. Eins og oftar hefur skáldið einnig hér vinzað ýmislegt úr handritun- um í viðleitni sinni að skerpa aðaldrætti frásagnarinnar. Þegar organ- istinn hefur fengið Uglu fésjóðinn með því skilyrði að segja aldrei neinum frá því, bætir B við þessum setningum: Ég sagði ekki neitt, það hefði verið hlægilegt að fara að bjóðast til að gefa honum kvittun, eða segja á þá leið ég skal borga þér þetta seinna; eða þú skalt fá það með vöxtum þegar maðurinn minn er kominn í betri ástæður; ég þakkaði ekki einu sinni fyrir þvf það er hlægilegt að þakka fyrir stórar upphæðir þó ekki væri nema af þeirri ástæðu að það er ekki hægt að gefa þær; og ekki hægt að eiga þær; ekki rétt að eiga þær: allir peníngar falsaðir nema daglaun manns; 323 En þessum hugleiðingum hefur verið sleppt í bókinni. Þessi atburður virðist líka mun áhrifameiri, ef hann fær að njóta sín athugasemda- laust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.