Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 31
UM ÍSLENZKA LJÓÐLIST Annars öðluðust hinir ferskeyttu hættir sína endurreisn í skáldskap þeirra Páls Ólafssonar og Þorsteins Erlingssonar — alþýðumannsins og mennta- mannsins sem mættust þar á miSri leiS. DanskvæSin voru hrein andstæða hins hefðbundna skáldskapar sem fyrir var — þau voru suðrænn þeyr sem andaði ástrænni draumblæju á hinn nor- ræna breða, bræddi gaddaða hetjubrynjuna með riddaralegu látbragði — leysti form jafnt sem kenndir úr læðingi. Því enda þótt kenna megi erlendan uppruna jafnt í málblæ sem orðabeygingum og ljóðstafi skorti víða, var það einmitt þetta leikandi nýjabrum dansanna, einkum viðlaganna, sem hélt áfram að lifa og þróast í þjóðkvæðum, svo að enn gætir þeirra áhrifa mjög í ljóða- gerð margra nútíðarskálda. Gamall dans, HörpukvæSi, endar á þessari vísu: Ilann sló hörpu af magni, brúðurin sprakk af harmi. En hvaða kvæði lýkur þannig: Harpan sekkur í myrka djúp — eldi slær í þau svörtu skip. ? 8 Skal nú aftur vikið að þeirri ljóðlist sem hófst með íslenzkri endurreisn og segja má með nokkrum sanni að standi með miklum blóma enn í dag. MergS ágætra skálda á þessu tímabili er það mikil að engin tök er á að gera hverjum einstökum nein skil. Enda þótt öll séu þessi skáld að sjálfsögðu handgengin hinu mikla fordæmi Egils og eddukvæða gætir þó ekki beinna áhrifa þaðan í formi að neinu ráði þegar fram í sækir — það er þvert á móti aukið samband við umheiminn sem setur meginmótið á kveðskap þeirra, auk þeirra þjóðlífs- breytinga sem eiga sér stað heimafyrir. Fjöldi ljóðháttanna að erlendri fyrir- mynd vex og sama má raunar segja um efnisval. Samt fylgir allur þorri skáld- anna íslenzkum bragreglum að mestu, þó allmörg hafi brugðið þar út af að nokkru, einkum síðustu árin. Skömmu fyrir síðustu aldamót koma fram tvö stórskáld í stórbrotnari og umfangsmeiri húningi en annars eru dæmi til í íslenzkum kveðskap, annar há- menntaður heimsborgari, hinn ólærður bóndi í annarri heimsálfu. Það eru þeir Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson. BáSir eru innfjálgir unn- endur hinnar fornu ljóðlistar, en þræða þó lítt hennar vegu að forminu til. 125

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.