Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á borð við þá, sem hér tíðkaðist, hafa verið almenn. En við nánari athugun kemur tvennt í ljós. Einstakir höfund- ar á Norðurlöndum sóttust eftir ís- lenzkum sögum til að fylla eyðurnar í forsögu þjóða sinna, og á hinn bóg- inn var ýmsum íslenzkum sögum snú- ið í kvæði, enda var kvæðaskemmtun og dans almennur með nágranna- þjóðum vorum. Skal nú ekki látið bíða lengur að gera einhverja grein fyrir útflutningi íslenzkra sagna til frænda vorra, áður en tungurnar greindust til hlítar. Fyrsta skráða sagan, sem berst til útlanda, að því er bezt verður vitað, er Hrómundar saga Gripssonar. Hennar verður vart í Noregi seint á 12. öld. Saga þessi hefur ekki varð- veitzt í upphaflegri mynd, en af henni voru ortar rímurnar Griplur, og eftir rímunum var rituð sú Hrómundar saga, sem vér þekkjum nú. Hrómund- ar saga var einhver fyrsta sagan, sem sett var saman hér á landi. Hún má heita jafnaldra íslendingabókar Ara fróða, en þó var sagan nokkrum vetr- u::r eldri. Um upphaf sagnaritunar á íslandi verður einkum vitað af orðum Snorra Sturlusonar í formálum þeim, er hann reit að Heimskringlu og Ólafs sögu helga. í Heimskringlu segir Snorri, að Ari hafi fyrstur manna á íslandi ritað fræði á norrænu, og af orðum Ara sjálfs í íslendingabók sést, að hann hefur samið þá bók á árunum 1122—1133. En í formálan- um að Ólafs sögu helga segir Snorri, að ísland liafi verið byggt meira en tvöhundruð vetra tólfræð, áður menn tæki hér sögur að rita. Snorri mun hér miða við upphaf landnámsaldar, eins og annars staðar er gert í ís- lenzkum fornritum, þegar miðað er við byggð landsins. Auðsætt er, að Snorri á við sitt hvað með orðunum ,fræði‘ og ,sögur‘. Nú vill svo vel til, að vér getum með líkindum ráðið í, hverjar þær sögur voru, sem menn tóku hér að rita, þegar liðin voru rösklega tvö hundruð og fjörutíu ár frá upphafi landsbyggðar. Heimildin um það er Þorgils saga og Hafliða. Segir sagan svo frá, að árið 1119 var haldið brúðkaup vestur á Reykhólum við Breiðafjörð, og var þar meðal annars skemmt með sögum. Eins og ég mun sýna fram á, munu þær sögur hafa verið ritaðar og lesnar upphátt til skennntunar veizlugestum. Árið 1119 er því eitt mesta merkisár í sögu íslenzkra bókmennta. Þá er fyrst tek- ið að rita hér sögur, og um leið hefst hér sú sagnaskemmtun, sem stóð með þjóð vorri óslitið um margar aldir. Sagnamennirnir á Reykhólum voru tveir. Annar var Hrólfur bóndi í Múla á Skálmarnesi, en hinn var Ingi- mundur prestur Einarsson á Reykhól- um. Ingimundi presti er svo lýst í sögunni, að hann hafi verið „fræði- maður mikill og fór mjög með sögur og skenmiti vel kvæðum. Góð kvæði gerði hann sjálfur og þá laun fyrir 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.