Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 43
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS utanlands.“ Ingimundur stundar því hinn forna atvinnuveg íslendinga að yrkja kvæði til útflutnings, þótt vér munum fremur minnast hans fyrir þann hlut, sem hann átti í sköpun ís- lenzkra fornsagna. Annars staðar í Þorgils sögu og Hafliða segir, að Ingimundur hafi verið „hið mesta göfugmenni, skáld gott, ofláti mikill bæði í skapferði og annarri kurteisi, hinn mesti gleðimaður og fékk margt til skemmtunar. Hann var hinn vitr- asti maður og hélt sér mjög til vin- sælda við alþýðu. Hann var og mikils virður af mörgum mönnum göfgum.“ Þótt sagan segi, að Ingimundur hafi verið mikill fræðimaður og farið mjög með sögur, hefur höfundi henn- ar láðst að geta um aðra sögu en þá, sem Ingimundur flutti í brúðkaupinu á Reykhólum: „Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur margar og flokk góðan við enda sögunnar, er Ingimundur hafði ortan, og hafa þó margir fróðir menn þessa sögu fyrir satt.“ Síðasta setningin ber það ótvírætt með sér, að sagan af Ormi hefur verið rituð, þegar Þorgils saga og Hafliða var skráð, og í raun- inni er ekkert, sem bendir á móti því, að Ingimundur hafi ritað söguna. Höfundur Þorgils sögu og Hafliða er auðsæilega að skopast að þeim fróðu mönnum, sem eru svo trúgjarnir, að þeir leggja trúnað á allar ritaðar sög- ur. En höfundur Þorgils sögu og Haf- liða veit betur. Eins og hinir fróðu menn hafði hann séð og lesið handrit af Orms sögu, en honum var kunnugt um, hvernig sú saga varð til. Hann vissi, að Ingimundur prestur hafði samið hana til að skemmta veizlugest- unum á Reykhólum. Og Ingimundur hafði gerzt svo djarfur að yrkja kvæði og vísur í orðastað söguhetj- unnar, en sú tízka lagðist seint niður með íslenzkum sagnahöfundum. En hinir fróðu menn höfðu látiÖ glepjast af kveðskapnum og talið hann vera eftir Orm Barreyjarskáld sjálfan. Þótt svo sé að orði komizt, að Ingimundur hafi „sagt söguna“, verður ekki af því ráðið, að hún hafi verið óskráð. Orðatiltækiö að segja sögu er oftar í fornum ritum notað um að lesa sögu í heyranda hljóði. Til að mynda segir um Sturlu Þórðarson, að hann hafi sagt Huldar sögu, þó auðsætt sé af samhenginu, að hann hafi lesið hana af handriti. Sú skoðun fræðimanna, að Orms saga Barreyjarskálds hafi ekki verið rituð, stafar einkum af tvennu. Annars vegar er oftrúin á varðveizlu sagna í munnmælum. Menn telja það sjálfsagt, að veizlu- gestir hafi lært skáldskap Ingimund- ar, sögu og kvæði, og þetta hafi svo varðveitzt óbrjálað í munnmælum, unz fróðir menn og höfundur Þorgils sögu og Hafliða fóru að velta fyrir sér traustleika hennar mörgum ára- tugum síðar. Hin ástæðan fyrir því, að menn telja Orms sögu ekki hafa komizt á bókfell, er tengd þeirri bók- 137

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.