Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 43
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS utanlands.“ Ingimundur stundar því hinn forna atvinnuveg íslendinga að yrkja kvæði til útflutnings, þótt vér munum fremur minnast hans fyrir þann hlut, sem hann átti í sköpun ís- lenzkra fornsagna. Annars staðar í Þorgils sögu og Hafliða segir, að Ingimundur hafi verið „hið mesta göfugmenni, skáld gott, ofláti mikill bæði í skapferði og annarri kurteisi, hinn mesti gleðimaður og fékk margt til skemmtunar. Hann var hinn vitr- asti maður og hélt sér mjög til vin- sælda við alþýðu. Hann var og mikils virður af mörgum mönnum göfgum.“ Þótt sagan segi, að Ingimundur hafi verið mikill fræðimaður og farið mjög með sögur, hefur höfundi henn- ar láðst að geta um aðra sögu en þá, sem Ingimundur flutti í brúðkaupinu á Reykhólum: „Ingimundur prestur sagði sögu Orms Barreyjarskálds og vísur margar og flokk góðan við enda sögunnar, er Ingimundur hafði ortan, og hafa þó margir fróðir menn þessa sögu fyrir satt.“ Síðasta setningin ber það ótvírætt með sér, að sagan af Ormi hefur verið rituð, þegar Þorgils saga og Hafliða var skráð, og í raun- inni er ekkert, sem bendir á móti því, að Ingimundur hafi ritað söguna. Höfundur Þorgils sögu og Hafliða er auðsæilega að skopast að þeim fróðu mönnum, sem eru svo trúgjarnir, að þeir leggja trúnað á allar ritaðar sög- ur. En höfundur Þorgils sögu og Haf- liða veit betur. Eins og hinir fróðu menn hafði hann séð og lesið handrit af Orms sögu, en honum var kunnugt um, hvernig sú saga varð til. Hann vissi, að Ingimundur prestur hafði samið hana til að skemmta veizlugest- unum á Reykhólum. Og Ingimundur hafði gerzt svo djarfur að yrkja kvæði og vísur í orðastað söguhetj- unnar, en sú tízka lagðist seint niður með íslenzkum sagnahöfundum. En hinir fróðu menn höfðu látiÖ glepjast af kveðskapnum og talið hann vera eftir Orm Barreyjarskáld sjálfan. Þótt svo sé að orði komizt, að Ingimundur hafi „sagt söguna“, verður ekki af því ráðið, að hún hafi verið óskráð. Orðatiltækiö að segja sögu er oftar í fornum ritum notað um að lesa sögu í heyranda hljóði. Til að mynda segir um Sturlu Þórðarson, að hann hafi sagt Huldar sögu, þó auðsætt sé af samhenginu, að hann hafi lesið hana af handriti. Sú skoðun fræðimanna, að Orms saga Barreyjarskálds hafi ekki verið rituð, stafar einkum af tvennu. Annars vegar er oftrúin á varðveizlu sagna í munnmælum. Menn telja það sjálfsagt, að veizlu- gestir hafi lært skáldskap Ingimund- ar, sögu og kvæði, og þetta hafi svo varðveitzt óbrjálað í munnmælum, unz fróðir menn og höfundur Þorgils sögu og Hafliða fóru að velta fyrir sér traustleika hennar mörgum ára- tugum síðar. Hin ástæðan fyrir því, að menn telja Orms sögu ekki hafa komizt á bókfell, er tengd þeirri bók- 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.