Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þátt Búasonar, Göngu-Hróljs sögu,
Þorsteins þátt uxajóts, Ragnars sögu
loðbrókar, Ásmundar sögu kappa-
bana, Sörla sögu sterka, Olafs sögu
helga og enn fleiri sögur. í kvæði
einu, sem heitir Einars tættir, er
dauða Kjartans Olafssonar minnzt
með þessum orðum:
Deyður er Kjartan Ólavsson,
hann liggur í d0kkri j0rð.
Enn er ótalin sú saga, sem átti ekki
hvað sízt erindi til þessarar frænd-
þjóðar vorrar, en það er Fœreyinga
saga, sem virðist hafa verið rituð
snemma á 13. öld, og vitanlega komst
hún til Færeyja, þar sem hún varð
rímurum að yrkisefni.
Þau einkunnarorð, sem ég hef valið
þessari grein, eru tekin úr kvæðinu
Tröllin í Hornalöndum, og segja þau
langa sögu í fám orðum. Frá íslandi
bárust fræði til Færeyja og annarra
nágrannalanda allt frá 12. öld. Fræði
og sögur urðu ein af útflutningsvör-
um íslendinga, eins og verið hafði
unr dróttkvæði frá því á 10. öld. Ég
hef þegar gefið í skyn, hverjar orsak-
ir lágu upphaflega til þess, að Islend-
ingar urðu eins konar sagnaritarar
Norður-Evrópu á 12. öld. Snemma á
þeirri öld komst það í tízku á íslandi,
að sögur um fornaldarhetjur voru
samdar og síðan lesnar upp til
skemmtunar áheyrendum. Þessi siður
berst til norsku hirðarinnar. En ís-
lendingar liöfðu á þeirri öld ritað
einnig um nærtækari sögu Norður-
landa. Hinn forni sagnafróðleikur,
sem fyrr hafði einkum verið skálda-
eign, varð hrátt almennur á íslandi,
og nágrannaþjóðir vorar nutu hans
fyrst að marki, er sögurnar höfðu ver-
ið færðar í letur.
Segja má, að upptök íslenzkrar
sagnaritunar séu margþætt. Ef vér
kynnum oss rækilega íslenzkar mennt-
ir á fyrri hluta 12. aldar, verða þau
ljósari oss. Vitanlega höfðu íslend-
ingar eins og aðrar þjóðir á svipuðu
menningarstigi gnótt sagna, sem
gengu í munnmælum. En til þess að
slíkar sögur verði skráðar, þarf geysi-
mikið átak, sem fáar þjóðir hafa leyst
af hendi og engin jafnvel og íslend-
ingar. Hinar íslenzku fornsögur virð-
ast hafa verið samdar og ritaðar eink-
um í því skyni að skemmta mönnum.
Þær eru sprottnar af félagslegri nauð-
syn. Við upphaf 12. aldar varð margt
til þess að stuðla að því, að svo gæti
orðið. Jón Ogmundsson Hólabiskup
(1106—1121) barðist gegn einhverri
vinsælustu skemmtun þjóðarinnar,
dansi og danskvæðum. Það þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að láta sér
koma til hugar, að Jón helgi hafi
kennt mönnum að nota helgra manna
sögur til skemmtunar í heimahúsum
í stað dansanna. A dögum lians hafa
margar slíkar sögur verið til á ís-
lenzku. Enn eru til ýmsar sögur af
helgum mönnum, og voru þýddar á
12. öld eða fyrr. Flestar þeirra virð-
148