Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 78
NICOLAS GUILLEN Kúba 1959 Nicolas Guillen er frægasta skáld Kúbumanna, og hefur löngum lifað í útlegð — þar til á þessu ári. Meðal Ijóða hans má nefna: W est Indies Ltd., 1934; Cantos para soldados y sones para turistas, 1937; Elegía a Jacques Roumain, Elegía a Jesús Menéndes, 1951. Saga lýðveldis vors er stutt, sem dropi í tímans hafi: varla meira en hálfrar aldar, en hún hefur verið auðug að óeirðum og stjórnarbylt- ingum. Mér eru í óljósu barnsminni „skærurnar í ágúst“ (1906) sem frjálslyndir menn hleyptu af stað gegn forsetanum, Estrada Palma. Don Thomas — eins og hann var kallaður af alþýðu manna — hafði hug á að halda þeim völdum sem hann hafði fengið í hendur árið 1902 eftir brottför Bandaríkjamanna. Óvinir hans beittu sér gegn því. Stríð- ið brauzt því út, eins og það hefði gert í sérhverju rómönsku landi í Ameríku. Þegar Estrada Palma stóð andspænis vopnaðri þjóð sinni, bað hann um íhlutun Bandaríkjamanna, í samræmi við Platt-samninginn. Sjó- liðarnir gengu á land, uppreisnar- menn lögðu niður vopnin og það var efnt til nýrra kosninga. Nýr forseti var útnefndur: Gomez, hershöfðingi úr Sjálfstæðisstríðinu,* stríðinu gegn Spáni, stríði sem McKinley forseti hafði bundið enda á árið 1898. I stjórnartíð Gornez urðu samt aft- ur uppþot, og stríð. Það var stríð sem fáir minnast: „kynþáttastríðið“ svo- nefnda, sem tveir forkólfar svertingja glæddu í maí 1912. Þessir foringjar, Estenoz og Ivonet, kröfðust ekki að- eins bættra lífsskilyrða handa kyn- þætti sínum, heldur handa fátækum mönnum, hvaða litar sem þeir væru. Á fáeinum dögum kæfði Gomez upp- reisn þessa í hlóði. Eftirmaður hans var Menocal, annar harðstjóri til, annar Sjálfstæðisstríðsforingi til, stórvinur og þjónn Bandaríkjamanna, og var reyndar uppalinn í skólum þeirra. I stjórnartíð hans áttust við frjálslyndir og íhaldsmenn. Það stríð varð ofurlítið lengra, ofurlítið blóð- ugra stríðinu 1906. Faðir minn lét lífið í því stríði. íhlutun Bandaríkja- manna, skipulögð af hinum fræga sendiherra Gonzales, styrkti lepp- stjórnina gegn uppreisnarmönnum. * 1895—1898; í því stríði var Kúba frelsuð undan stjórn Spánverja. 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.