Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 78
NICOLAS GUILLEN Kúba 1959 Nicolas Guillen er frægasta skáld Kúbumanna, og hefur löngum lifað í útlegð — þar til á þessu ári. Meðal Ijóða hans má nefna: W est Indies Ltd., 1934; Cantos para soldados y sones para turistas, 1937; Elegía a Jacques Roumain, Elegía a Jesús Menéndes, 1951. Saga lýðveldis vors er stutt, sem dropi í tímans hafi: varla meira en hálfrar aldar, en hún hefur verið auðug að óeirðum og stjórnarbylt- ingum. Mér eru í óljósu barnsminni „skærurnar í ágúst“ (1906) sem frjálslyndir menn hleyptu af stað gegn forsetanum, Estrada Palma. Don Thomas — eins og hann var kallaður af alþýðu manna — hafði hug á að halda þeim völdum sem hann hafði fengið í hendur árið 1902 eftir brottför Bandaríkjamanna. Óvinir hans beittu sér gegn því. Stríð- ið brauzt því út, eins og það hefði gert í sérhverju rómönsku landi í Ameríku. Þegar Estrada Palma stóð andspænis vopnaðri þjóð sinni, bað hann um íhlutun Bandaríkjamanna, í samræmi við Platt-samninginn. Sjó- liðarnir gengu á land, uppreisnar- menn lögðu niður vopnin og það var efnt til nýrra kosninga. Nýr forseti var útnefndur: Gomez, hershöfðingi úr Sjálfstæðisstríðinu,* stríðinu gegn Spáni, stríði sem McKinley forseti hafði bundið enda á árið 1898. I stjórnartíð Gornez urðu samt aft- ur uppþot, og stríð. Það var stríð sem fáir minnast: „kynþáttastríðið“ svo- nefnda, sem tveir forkólfar svertingja glæddu í maí 1912. Þessir foringjar, Estenoz og Ivonet, kröfðust ekki að- eins bættra lífsskilyrða handa kyn- þætti sínum, heldur handa fátækum mönnum, hvaða litar sem þeir væru. Á fáeinum dögum kæfði Gomez upp- reisn þessa í hlóði. Eftirmaður hans var Menocal, annar harðstjóri til, annar Sjálfstæðisstríðsforingi til, stórvinur og þjónn Bandaríkjamanna, og var reyndar uppalinn í skólum þeirra. I stjórnartíð hans áttust við frjálslyndir og íhaldsmenn. Það stríð varð ofurlítið lengra, ofurlítið blóð- ugra stríðinu 1906. Faðir minn lét lífið í því stríði. íhlutun Bandaríkja- manna, skipulögð af hinum fræga sendiherra Gonzales, styrkti lepp- stjórnina gegn uppreisnarmönnum. * 1895—1898; í því stríði var Kúba frelsuð undan stjórn Spánverja. 172
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.