Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 5
C. IFrighl Mills
Siðleysi velgengiftiimar
[C. Wright Mills, sem lézt á miðjum aldri íyrir fáeinum árum, var einna nafukunn-
astur bandarískra félagsfræðinga á síðustu áratugum og sá þeirra sem mest áhrif hefur
liaft á mótun nýrrar róttækrar hreyfingar meðal ungra Bandaríkjamanna. Ilann trúði
enn á nauðsyn þess að breyta heiminum, en því hefur verið öðruvísi farið um marga
bandaríska félagsfræðinga þessara tíma. Hann segir á einum stað að hann hafi á unga
aldri lesið Balzac af kostgæfni og orðið hrifinn af þeim ásetningi hans að lýsa öllum
stéttum og manngerðum þjóðfélagsins á sinni tíð; og Mills tók sér fyrir hendur í þremur
höfuðritum sínum að gera þverskurð af bandarísku þjóðfélagi. Hann lýsti fyrst verka-
lýðsfélögum og verkalýðsleiðtogum (The New Men of Power, 1948), síðan miðstéttunum
(White Collar, 1951) og loks hástéttinni bandarísku (The Power Elite, 1956). Á þessar
bækur er nú farið að líta sem undirstöðurit í bandarískri félagsfræði. Ein af skemmti-
legustu og aðgengilegustu bókum Mills er The Sociological lmagination, 1959, þar sem
hann tekur fræðigrein sína til endurprófunar, og gagnrýnir einnig harðlega aðferðir ým-
issa bandarískra félagsfræðinga og misnotkun þeirra á fræðum sínum í þágu auðhringa
og valdastéttar. Árið 1958 gaf Mills út The Causes oj World War Three, og 1960 Listen,
Yankee, um Kúbu, en kafli úr þeirri bók var birtur í Tímariti Máls og menningar 1961.
Þá má nefna Tlie Marxists, 1962, úrval úr ritum marxista (og „fyrrverandi marxista"),
frá Karli Marx til Emesto Che Guevara, með inngangi, innskotsgreinum og eftirmála
eftir Mills. Hér er birtur lokakaflinn úr bókinni The Power Elite; hann er gott dæmi
um gagnrýni Mills á bandarísku þjóðfélagi og kann raunar að eiga við fleiri lönd en
Bandaríkin ein. — S. D.]
Siðleysi velgengninnar verður hvorki
afinarkað sem stjórnmálalegt fyrir-
bæri einvörðungu né skilið sem at-
ferli siðspilltra manna innan stofn-
ana, sem í grundvallaratriðum eru
góðar og gegnar. Stjórnmálaleg sið-
spilling er ein hlið almennara siðleys-
is; siðferðisstig það, sem nú er ríkj-
andi, er ekki aðeins bundið við sið-
spillta menn. Siðleysi velgengninnar
er kerfisbundið einkenni bandarísks
yfirstéttarfólks; almenn viðurkenn-
ing þess er einn af grunnþáttum múg-
hyggj uþ j óðf élagsins.
Að sjálfsögðu geta heilbrigðar
stofnanir hýst siðspillta menn, en
þegar stofnanir eru sjálfar siðspill-
andi, hlj óta margir þeir, sem þar lifa
og starfa, að bíða siðferðilegt tjón. Á
tímum samsteypu og kerfa verða við-
skiptahættir ópersónulegir; þeir sem
fara með framkvæmdastj órn finna
307