Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 19
kanna afleiðingar þeirra halda þeir fast við stöðu og stirfni. 4 Þrátt fyrir og þó ef til vill einmitt vegna útskúfunar hugsunar á opin- berum vettvangi, siðleysis velgengn- innar og almennrar útbreiðslu skipu- legs ábyrgðarleysis, hafa menn í valdastöðum beinan hag af saman- lögðu valdi þeirra stofnana, sem þeir stjórna. Því að vald stofnananna, raunverulegt og mögulegt, er ein- mitt eignað þeim sem virðast ráða á- kvörðunum mála. Stöður þeirra og starfsemi og jafnvel þeir sjálfir per- sónulega fá ljóma af þessari trú; um allar æðri valdastöður leikur bjarmi orðstírs og frægðar, sem stjórnmála- foringjar, auðjöfrar, aðmírálar og hershöfðingjar njóta góðs af. Hinir „útvöldu“ þegnar þjóðfélagsins í- klæðast valdi þjóðfélagsins í heild, hvað sem líður lítilþægni einstakra manna meðal þeirra. í slíkri aðstöðu geta fáir staðizt til lengdar þá freist- ingu að miða hugmyndir sínar um eigið ágæti við eðli þeirrar stofnun- ar eða félagsheildar, sem þeir ráða fyrir. Þar kemur að hver einstakur lítur á sjálfan sig, á orð sín og gerðir í hlutverki sínu sem fulltrúi þjóðar sinnar, viðskiptasamsteypu eða hers sem holdi klædda dýrðarímynd þess- ara stofnana; þegar slíkur maður talar í nafni þjóðar sinnar, ómar Siðleysi velgengninnar sögufrægð hennar í eyrum hans sem lofsöngur um eigin verðleika. Álit manns vegna stöðu hans í samfélaginu er ekki lengur endilega afmarkað við einstaka staði, heldur mótast það af tengslum manna við þau valdakerfi, sem umfangsmest eru innan þjóðfélagsins og ná raunar til þess alls. Auði fylgir álit, jafnvel þótt að honum sé óbragð glæpsamlegs at- hæfis. Völdum fylgir, álit, jafnvel þótt enginn menningarlegur eða sálfræði- legur bakgrunnur sé að baki þeim. Meðal almennings verða gamlar arf- gengar siðgæðisreglur að víkja, ef þær standa í vegi manna til vegs og álits; menn taka að leita að mæli- stikum í lífi hinna „útvöldu“ til þess að laga sig eftir. Samt virðist auð- veldara fyrir Bandaríkjamenn nútím- ans að greina fyrirmyndarmenn í fortíðinni en nútíðinni, hvort sem það stafar af því, að um raunveru- legan mismun sögulegs eðlis er að ræða eða auðveldara pólitískt mat vegna fjarlægðar.1 Hvað sem því 1 Á hverju tímabili verður einhver ein fræðigrein eða hugsunarstefna einskonar samnefnari þess. Samnefnari núverandi í- haldsskeiðs í Bandaríkjunum er saga Bandaríkj'anna. Þetta er tími sérfræðinga í bandarískri sögu. 011 þj'óðernisdýrkun leitar sér auðvitað stuðnings í sögunni, en þó ekki fyrst og fremst vegna þess sem liðið er, heldur hins sem er að gerast; til- gangurinn er upphafning nútímans með skírskotun til fortíðarinnar. (1) Ein ástæð- an til þess að bandarfsk hugsun er svo sögu- 21 TMM 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.