Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 21
því að þau viðbrögð, sem nú var
lýst hafa leitt til þess sem nefna mætti
„sköpun góðs sambands við almenn-
ing“, sem er ávallt kostnaðarsamt
fyrirtæki og stundum með þeim hætti,
að nálgast æði. Þeir sem njóta í senn
valda og þjóðfélagslegs álits eru ef til
vill bezt settir, þegar þeir þurfa ekki
beinlínis að leita eftir hylli almenn-
ings. Menn af gömlum og grónum
ættum með ósvikið ættarstolt leita
þess ekki; menn sem eru frægir
vegna starfs síns eða stöðu leita þess
Ijóst og leynt. Fer það í vöxt, eins og
þegar hefur verið bent á, að máttar-
stólpar í stjórnmálum, viðskiptum og
her keppi við stjörnur skemmtana-
iðnaðarins og reyni þannig að heyja
sér álit. Ef til vill munu þeir, sem
fara með fordæmalaust vald án þess
dýrðarljóma, sem gott álit veitir, á-
vallt leita slíks álits með samskiptum
við þá, sem njóta almenningshylli án
valds.
Það sem heldur við þeirri blekk-
ingu, að í Bandaríkjunum ríki þjóð-
félagslegt jafnvægi er, hvað fjöldann
varðar, einkum tvennt: sú dreifing
hugans, sem hlýzt af því að fylgjast
með ferli frægðarfólks, og ástand í
efnahagsmálum, sem skapazt hefur af
stríðsgróða; hvað varðar hinn frjáls-
lynda menntamann, sem áhuga hefur
á stjórnmálum, er það pólitísk starf-
semi og áhrif staðbundinna heilda
innan rikisins og þeirra stofnana,
sem hafa völd í meðallagi. Fjölmiðl-
SiSleysi velgengninnar
unarstarfsemin beinist einkum að
frægðarfólki, áhugi hinna frjálslynd-
ari menntamanna, ekki sízt háskóla-
manna, sem hlotið hafa menntun í
félagsfræðum, að hinu hávaðasama
miðstéttarvaldi. Menn sem eru fræg-
ir stöðu sinnar vegna eru ásamt
miðlungsstjórnmálamönnum auð-
kenndustu þegnar kerfisins; í raun-
inni einoka þeir í sameiningu þá
kynningu, sem allur almenningur fær
í fréttaformi, og draga jafnframt
huliðsblæju yfir þá, sem fara með
æðstu völd, eða leiða athygli manna
frá þeim.
Hæstu tindar bandarísks þjóðlífs á
okkar tímum eru annars vegar um-
leiknir glansandi æsibirtu, sem fylgir
frægðarfólki skemmtanaiðnaðarins,
hins vegar lofsælum dýrðarljóma
valds, máttar og auðs. Samband er á
milli þessara tinda. Valdastéttin er
ekki eins áberandi og frægðarstj örn-
urnar og kærir sig oft ekki um slíkt;
„vald“ atvinnufólksins á sviði frægð-
arinnar er vald dægrastyttingar og
skemmtanalífs. Bandarískur almenn-
ingur hefur vissulega undarlega hjá-
guði. Atvinnumennirnir eru annað-
hvort gljáfögur lítil dýr eða léttúð-
ugir trúðar; valdamennirnir virðast
sjaldan vera dæmigerðir fyrirmynd-
armenn.
Sú óvissa í siðferðilegum efnum,
sem nú ríkir meðal bandarísks yfir-
stéttafólks er því vel skiljanleg. Til-
vist þeirrar óvissu er rækilega stað-
323