Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar
unurn má fylgjast með hreyfingum tjaldamannanna (það eru upsfirzku verka-
mennirnir, þeir hafa nú brugðið sér í brúnleitan vinnuslopp); þeir bera
húsgögnin framá pallinn, viðamikið skrifborð, leðurhœgindastól, kringlótt
reykingaborð, uppstoppaðan hund (af íslenzka kyninu) mórauðan að lit. Það
syngur í símavírum, morsehljóð, útvarpstruflanir, Jón Aðalgeir Þór, veltil-
hafður uppbótarþingmaður, kemur sér fyrir í slólnum umleiðog tjaldamenn-
irnir Ijúka sér af. Hann dregur Morgunblaðið uppúr vasa sínum og fer að
lesa það. Eymundur jarl kemur gangandi, hann staðnœmist álengdar og
þurrkar af gleraugunum sínum. Þeir eru báðir í yfirnáttúrlegri stœrð. Þá
birtir.
EYMUNDUR: Kæri Jón! Þú þekkir byggingarsögu kúabúsins, ég tala við þig
sem lögfræðing, persónuleg ágreiningsmál geta legið milli hluta. Hann pú-
ar á gleraugun. Rekstrarfjárskorturinn verður náttúrlega tilfinnanlegri
með hverju ári sem líður, ekki ber því að neita þó við styðjum stjórnar-
stefnuna, en annað er það sem meiru varðar en peningalán eða -styrkir og
yfirdráttarskuldir, en það er trúin. Trúin á möguleikana. Hvort sem þeir
eru framkvæmanlegir eða ekki. Þú veizt ekki síður en ég hvernig háttar til
á Upsafirði, þetta fólk mundi hreintútsagt verða ósjálfbjarga ef ég drægi
mig til baka, hugsjónin heldur mér uppréttum og það styður sig við mig,
ég er beinagrindin í lífi þess, það mundi hverfa af hólminum, ég segi ekki
undireins heldur smámsaman, það mundi flýja inní þægindin, því þæg-
indin eru nú einmitt það sem sálin þráir, þegar öllu er á botninn hvolft,
ekki sízt hér, norður við Dumbshaf, hver ætti þá líka að skaffa þeim vinnu?
Hvert sem við lítum týna bæjarreknu fyrirtækin tölunni nema þarsem
hlutafélagsformið hefur orðið ofaná: þetta er okkar bitra reynsla af félags-
búi. Nú! Hann setur upp gleraugun og gengur framar. Samband mitt við
bankana hefur til þessa verið vel þolanlegt, maður má ekki gera of miklar
kröfur, rekstrargrundvöllur sj ávarútvegsins er afskaplega veikur, við erum
háðir heimsmarkaðsverðinu, við getum ekki leyft okkur ábyrgðarlausa
kokhreysti einsog uppmælingaaristókratíið sem bara heimtar, Hann kumrar,
öll mín veð hafa þeir tekið til greina, að segja má umyrðalaust, meira-
segja hjallskriflið sem ég keypti af Manga refaskyttu tilað herða lúðurikl-
ing, hann gat ég veðsett þeim fyrir tvö hundruð og fimmtíu þúsund króna
láni þó hann kostaði mig ekki nema 10, viðgerðarkostnaður meðtalinn, þá
fóru þeir ekki framá neina mynd. Uppbyggingin í Geirastaðakoti vakti
þegarístað áhuga þeirra, ég sýndi þeim teikningarnar, þaðsem ég fékk fékk
330