Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 30
Tímarit Máls og menningar
að segja að kommar séu óverklagnari en aðrir menn, ef þeir hafa vit tilað
halda kjafti gera þeir ekkert ljótt, þessi var ekki af því tagi, það sýndi mál-
heltin. Nú! Hann tekur gleraugun ofan og fer á ný að pússa þau. Samkvæmt
útreikningum hagráðs fullnægir 80 kúa bú nokkurnveginn mjólkurþörf-
inni í þorpinu, skyr og smjör mundu þeir þurfa að flytja til sín sjóleiðina,
að minnstakosti á veturna, þangaðtil mjólkurstöð hefur risið upp, stækk-
un kæmi fljótlega til greina, þarna eru ótakmarkaðir ræktunarmöguleikar,
Flóðin frammí dalbotninum og sandarnir niðrivið sjóinn, veit ég vel að
Jobbi gamli situr svo lengi sem sætt er, nú hafa þeir neitað að kaupa af
honum mjólkina, það skítug var hún. Hann grípur umslag af skrifborðinu
og dregur upp bréf. í bréfi dagsettu 3/4 svara þeir mér til, hreppsnefndar-
menn. „Á síðustu tímum“, segja þeir, bréfið er vélritað, það er Hróbjartur
kennari sem á ritvél. „Á síðustu tímum hafa bændurnir í innfirðinum vél-
vætt sig, hver uppá sinn máta, nú má heita traktor á hverjum bæ, sumsstað-
ar tveir, jeppi og mjaltavél. Þ\'í má nærri geta að þeir standa hallir fyrir
vegna skulda. Hið velyfirvegaða tilboð yðar virðist okkur vera freistandi,
en hvað gerist ef við tökum því? hafið þér hugleitt það . ..“
Jón A. Þór stingur Morgunblaðinu í vasann og stendur upp.
JÓN A. ÞÓR: Þeir hirða ekki um hagsmuni sjálfra sín! Eða er þetta barasta
vanafestan? Ég biðst afsökunar: ég hef kynnt mér sálfræðilega hvað það
er sem ræður gerðum mannanna. Vilja þeir heldur snapa saman 30—40
lítra brúsum á trukkbíl innum alla sveit en fá hana í einu lagi á tankbíl
ofanfrá Geirastaðakoti?
eymundur: Og drekka hana gerilsneydda!
JÓN A. ÞÓR: Og drekka hana gerilsneydda!
EYMUNDUR: Þetta eru óhrekjanlegar staðreyndir; hvort þær eru sálfræðileg-
ar ... Lyftir bréfinu. Þú getur virt fyrir þér undirskriftirnar. Hann veifar
bréfinu. Allir með tölu, líka sjálfstæðismenn . ..
Þögn. Jón A. Þór klappar uppstoppaða hundinum sem rekur upp málmkennd
boffs.
JÓN A. þór: Þeir geta spurt hvaða hagfræðing sem er: landbúnaður ber sig
ekki á einyrkjagrundvelli.
eymundur: Jafnvel þó hann sé steinsteyptur!
JÓN A. ÞÓR: Jafnvel þó hann sé steinsteyptur!
eymundur: Ogvélvæddur!
332