Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 31
Ljósmyndir aj plássi
JÓN A. ÞÓR: Afborganir og vextir af lánunum hrekja vinnufólkið úr sveitun-
um, bæði synina og dæturnar!
Hann reisir sig upp, hundurinn rekur upp bofjs.
eymundur, rís á fœtur\ Reikningslega er uppbyggingin á Geirastaðakoti ekki
í neinum tengslum við togaraútgerðina á Upsafirði og hraðfrystihúsið,
stjórnarsetuna í Sölumiðstöðinni, skreiðarfélagið og útflutninginn.
Eitt boffs.
JÓN A. ÞÓR: Kæri Eymundur! Sem uppbótarþingmaður get ég ekki tekið op-
inbera afstöðu, vilji kjósendanna ræður, það er regla númer eitt í hverju
lýðfrjálsu landi, sé hún brotin brotna hinar. Eg tala við þig sem lögfræðing-
ur, persónuleg ágreiningsmál geta legið milli hluta. Það sem okkur vantar
það er meiri yfirsýn. Frystihúsarekstur og togaraútgerð krefjast sérþekk-
ingar, ekki bara á lifnaðarháttum fisksins, sjávarföllum og veiðarfærum,
þeir sem reka fiskvinnslustöð þurfa að kunna tvöfalt bókhald, að minnsta-
kosti, þeir fá enga yfirsýn yfir reksturinn nema þeir fylgist með veltunni,
að treysta bara á tékkheftið hefnir sín, fyrr eða síðar, það er ólíku saman
að jafna stjórn á togara og hjólbörum, á hjólbörunum er eitt hjól, hvað
skyldu þau vera mörg á skuttogara, eða ... úthafstogara? Og þau snúast,
öll þessi hjól, ekki bara á einn veg, einsog hjólböruhjólið, þau snúast á
ýmsa ólíka vegu, upp og niður út og inn. Hefurðu kynnt þér hvernig radar-
inn starfar? Eða bergmálsdýptarmælirinn? .. . Arum saman hafa Upsfirð-
ingar fryst og gegnumlýst fiskinn þinn, þorsk og ýsu framanaf, síðan karfa;
umhugsunarlaust. Þú tókst við frystihúsinu í hrunarústum, þú byggðir það
upp, þú settir á það ris, togaranum sigldirðu útúr kirkjugarðinum í Reykja-
víkurhöfn og skýrðir hann upp, Guðmundur góði! hann mokaði inn fisk-
inum því heill fylgdi nafninu, hlæjandi vitnuðu menn í söguna um stóru
verzlunina sem þú seldir í stríðslokin, þó allt léki í lyndi, vegna vísbending-
ar handanað, í gegnum miðil, eða glas,þó allt léki í lyndi! Svona var hlýðni
þín skilyrðislaus, við guðdóminn, það jók þitt traust. Nei! Hann gengur
nœr Eymundi. Þetta fólk er orðið bjargálna, það er það sem á spýtunni
hangir. Umleiðog menn verða bjargálna fara þeir að færa sig uppá skaftið,
lengra og lengra, er það nema mannlegt?
EYMUNDUR, af þjósti: Mannlegt? Að rífa af manni höndina þegar réttur er
fram litliputi!
JÓN A. ÞÓR, brosir blítt: Það er gróðinn sem ræður.
Tvö bofjs úr liundinum. Síðan myrkur
333