Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 32
Þorsteinn frá Hamri Kcrið i Kerið er geymt í glerskáp og ég þarf að gánga leingi í kring til að sjá hvað skreytíng þess táknar; grunnleir kersins er dökkrauður og ræður baksviöi myndanna, sem eru í eldgulum lit. Hrínginn í kríng á kerinu er verið að segja sögu; hún byrjar í efsta hríngnum og myndar þar nær ógreinanlega sveigju sem úr verÖur næsti hríngur og þannig áfram niðurúr. Kerið hefur orðið fyrir miklum skemmdum og það eru eyður í söguna. Ég þykist glöggt sj á að sumar þeirra séu vandlega skafnar með verkfæri sem stýrt hafi verið af mannshendi, og hef orð á því. Nei, segja verðirnir allir sem einn maður. Nei. Þetta stafar af allskonar hrakníngum sem kerið á að baki, einsog títt er um fornleifar. En þegar ég tek að ráða fram úr sögunni, vekja þessar eyður æ fleiri spurn- íngar, spár og óskir. Kerið spyr storkandi: Gott og vel, dreingur minn. Hvað viltu hafa í eyðunni. II Ég fer að tala hikandi og varfærnislega við kerið, tala í fyrstu undir rós um ýmislegt, því maður veit aldrei hvar maður hefur svona ker. Samt líður að því að ég gerist óafvitandi opinskárri, berorðari og hreinskilnari, einsog manni hætlir til frammifyrir þeim sem sýnast hafa yfirveguö viðhorf til hlutanna. Loks kem ég að kjarna málsins: hvað ég vil gera við eyðuna. Jú, ég vil flytja þángað eitthvað eins fagurt og mér er mögulegt, sem jafnframt gæfi sögunni á kerinu meira heildargildi. Fyrst einginn veit hvað þarna var, skal hér eftir haft fyrir satt að það hafi verið fagurt. Kerið svarar með uggvænlegri ró: Einu sinni var ég fegursta leirker í heimi. En það sem gerðist í eyðunni var svo hræðilegt að nú þyrði einginn að herma frá því þótt hann gæti og vildi. Nú hefur það verið numið hrott og ég ber ekki leingur af öðrum kerum. Þú gerir sýnilega ekkert við þessa eyðu. 334
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.