Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 32
Þorsteinn frá Hamri
Kcrið
i
Kerið er geymt í glerskáp og ég þarf að gánga leingi í kring til að sjá hvað
skreytíng þess táknar; grunnleir kersins er dökkrauður og ræður baksviöi
myndanna, sem eru í eldgulum lit. Hrínginn í kríng á kerinu er verið að segja
sögu; hún byrjar í efsta hríngnum og myndar þar nær ógreinanlega sveigju
sem úr verÖur næsti hríngur og þannig áfram niðurúr.
Kerið hefur orðið fyrir miklum skemmdum og það eru eyður í söguna. Ég
þykist glöggt sj á að sumar þeirra séu vandlega skafnar með verkfæri sem stýrt
hafi verið af mannshendi, og hef orð á því.
Nei, segja verðirnir allir sem einn maður. Nei. Þetta stafar af allskonar
hrakníngum sem kerið á að baki, einsog títt er um fornleifar.
En þegar ég tek að ráða fram úr sögunni, vekja þessar eyður æ fleiri spurn-
íngar, spár og óskir.
Kerið spyr storkandi:
Gott og vel, dreingur minn. Hvað viltu hafa í eyðunni.
II
Ég fer að tala hikandi og varfærnislega við kerið, tala í fyrstu undir rós um
ýmislegt, því maður veit aldrei hvar maður hefur svona ker. Samt líður að því
að ég gerist óafvitandi opinskárri, berorðari og hreinskilnari, einsog manni
hætlir til frammifyrir þeim sem sýnast hafa yfirveguö viðhorf til hlutanna.
Loks kem ég að kjarna málsins: hvað ég vil gera við eyðuna. Jú, ég vil flytja
þángað eitthvað eins fagurt og mér er mögulegt, sem jafnframt gæfi sögunni
á kerinu meira heildargildi. Fyrst einginn veit hvað þarna var, skal hér eftir
haft fyrir satt að það hafi verið fagurt.
Kerið svarar með uggvænlegri ró:
Einu sinni var ég fegursta leirker í heimi. En það sem gerðist í eyðunni var
svo hræðilegt að nú þyrði einginn að herma frá því þótt hann gæti og vildi.
Nú hefur það verið numið hrott og ég ber ekki leingur af öðrum kerum. Þú
gerir sýnilega ekkert við þessa eyðu.
334