Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 34
Steinar Sigurjónsson
Svipmyndir úr þorpinu
í viktarskúrnum voru bílaviðgerðamenn í grænum kuldaúlpum að tala um
smurníng og felgur. Margir eru ílla rakaðir og í úlpum. En í þorskhaus-
haugi niður við verksmiðju er bílvél. Mennirnir skoða hana stundum. Þeir
horfa oft á hana í sólskini gegnum tóbaksreyk. Þeir höfðu alltaf sígarettur
uppí sér og drógu augun í púng. Einn þeirra spurði til dæmis hvort borgaði
sig ekki að kaupa liana, en þegar einhver sagði að hann vissi það ekki gengu
allir uppí viktarskúr að reykja og tala. Og eftir sem áður var slor í þorpinu.
Ekkert breyttist. En einu sinni voru engar úlpur. Og vélinni er ætlað að vera
þar sem hún er, þótt hún sé ekki gömul, máluð fallegu grænu lakki. Hún
var fundin upp af mönnum af hvítum kynstofni, einhverjum bláókunnugum
mönnum í stóru landi. Skrítið. Og þeir voru kannski stundum sveittir eins og
menn í þorpinu? Að minnsta kosti er margt skrítið. Furðulegar sögur hafa
orðið til um spéhræðslu, til dæmis. Alls staðar er eitthvað sagt og allar ríkar
tilhneigíngar eru frá hjartanu og sögurnar áttu kannski að vera eins og þær
voru til þess að sá tími skapaðist sem orðið hefur? Já. Ef til vill á þessi
tími að vera alveg eins og hann er. En ef svo er, hvað er þá skrítið. Ekkert?
Þá er bílvélin eðlileg og fögur? Þá er hún eins dásamleg og túnglið? Hún
er græn. Það sést greinilega í nýmálað lakkið hér og þar þótt hún sé útbíuð
í svartri smurníngsbrækju. En einu sinni voru ekki svona vélar og einu sinni
voru ekki til grænar úlpur. í stað þeirra klæddust menn sauðbrúnum peys-
um. Þeir tuggðu og spýttu og voru karlar í krapi. Og þá var ekki tjallatæki.
Sumir sögðu það, og það er alveg rétt. Þeir stóðu upp að hálsi í brimi og
komu heilu og höldnu til lands. Oftast. En nú eru menn í grænum hettu-
úlpum sem einu sinni voru ekki til. Skrítið. Og margar furðulegar sögur
eru til um þá sem voru í peysum. Þeir stóðu við stýri og drápust eða lifðu
í hroðanum. Svoleiðis sögur eru sagðar í myrkri. Um aðra eru engar sögur.
Og nú eru bílagírasmurníngsmennirnir að reykja í hitanum við rafmagns-
ofninn í viktarskúrnum. Þar hafast þeir við á daginn og tala og reykja í
úlpunum. Oft. En úti er stundum regn. Stundum er sólskin. Oft er kalt en
336