Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Síða 36
Tímarit Máls og menningat
sveitavarginum síldarmjöl. Pakkhúsmaðurinn er oít rínglaður í stígvéluin
innan um striga sagir og gærur, en gærurnar eiga að fara til Reykjavíkur
með stórum skipum. Og nú gengur Gulli framhj á öðrum polli og ropar. Hvað
ætli hann hugsi?
Samt sem áður vita allir að í nótt og allar nætur er aukavinna við að moka
úr skipum, salti í dag, sementi eða kolum á morgum, en um helgar eru dans-
leikir ef ekki er brjáluð vinna alls staðar og þá er slegið í borð, eins og 17.
júní, og sagt til dæmis, Hann Magnús hefur aldrei haft annan eins mann
og mig til sjós. Og alltaf eru logandi slagsmál á dansleikjum og á sunnu-
dögum bölva fullorðnir menn af því þeim er íllt af fyllibyttuskap og eiga
ekkert eða þá að þeir halda áfram að þamba bjór og vín inná sjoppu og
hlæa og skella á lær eins og asnar af því þeir eru fyllibyttur.
En einu sinni voru engar grænar úlpur eða rafmagn eða bílvélar. Það
er mjög undarlegt. Gömul dráttarvél hefur líka verið í þessum sama þorsk-
haugi í fleiri ár en það er ekkert skrítið við hana af því hún er gömul og
ryðguð og brún eins og jörðin. En græna vélin er ef til vill skrítin. Að
minnsta kosti er hún skrítin þegar maðkaflugan lifnar á sumrin og fer að
skríða á henni í sólinni og sveima yfir henni í allri fýlunni. Það er eitthvað
dularfullt. Ég veit ekki hvers vegna. Hún er úr bíl með nafni frá útlöndum
og einn maður með sígarettu í munninum sagðist ekki vita livort borgaði
sig að kaupa hana og hann átti nóg af peníngum, á hvítri skyrtu undir úlp-
unni, og flestir voru ríkir. En þó voru þeir forvitnir og töluðu og töluðu
með sígarettur milli vara og áttu vindlakveikjara og falleg úr.
Ég get ekki hætt að hugsa um þetta.
Þó getur verið að vélin sé ekki skrítin. Og kannski er túnglið og hafið
ekki dularfullt. Kannski skiptir engu máli hvort kynstofninn sem setti hana
saman er hvílur eða svartur. Ef til vill er ekkert skrítið við lífið þótt í sum-
um húsum sé hlandlykt og mikið af flugum á þiljunum í fýlunni. Ef til vill
er græna vélin ekkert skrítin í raun og veru heldur falleg eins og haf eða
túngl. Því meira að segja þorskar eru elskaðir af öðrum þorskum og meira
að segja jötunuxar eru elskaðir! Og étnir! namm namm, og þykja góðir!
Og hvað er þá skrítið?
Ég hugsa og hugsa um livað sem er. Lífið. Til dæmis um gamla húsið og
fólkið. Því Gunna sefur hjá því í húsinu. Hún er með rósakinnar, í fallegu
koti, með sólskinshár og allt allt öðruvísi en gamla fólkið. Hún stendur oft
við gluggann og hugsar og bíður eftir einhverju þótt hlandfýlan sé í húsinu.
Er lífið þá ekki eitthvað skrítið, úr því hún er í húsinu? Er hún þá ekki
338