Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 37
Svipmyndir úr þorpinu falleg, úr því fýlan sveimar í loftinu og kemur við kinnar hennar og strýkst við augu hennar sem eru svo alvarleg og hugsandi. Jújújújújú jú. Hún sem rak út úr sér túnguna í gær þegar amma hennar var að rausa. Lifir hún þá ekki upp fyrir alla fýluna í húsinu? Jú. Ellin og húsið geta ekki gert henni neitt af því hún er eins og hún er, svo góð og falleg og skemmtileg og alveg óaðfinnanleg. Og hver horfir á blóm í glasi útí glugga nema hún. Enginn. Hún setur þau í gluggann til að horfa á þau þegar rignir. Hver nema hún tínir blóm til að setja í glas og horfa á? Uss, enginn. Kannski væri allt eins og það er þótt engin hugsun væri lífinu borin. Ég botna ekki neitt í neinu. Þó er eitthvað að gerast og líf er til eins og hægt er að sanna. Það er skrítið, mjög undarlegt. Og túnglið er að koma af því menn hafa farið í stríð og tala Ijótt og éta menn. Það er orðið voðalega æst af reiði af því menn hafa gert synd. Bráðum kemur það til að láta alla verða eins, af því það ætlar að láta alla menn á jörðinni verða dauða, því þá rekst það á jörðina og jörðin sekkur. Og nú skríða þeir undir bíl fyrir utan verkstæðið. Það er alltaf verið að skríða undir bíla og sjúga rör eða éta ýsu og sverfa og sofa og éta ýsu aftur og vellíng og beita og sverfa og hamra og taka í nef (ef þeir eru gamlir) eða reykja sígarettur og éta kjöt og súpu á sunnudögum og blunda og horfa á naglahlaup og kappbeitníngu á sjómannadag og hrópa í úlpum og hlusta á útvarp í hádeginu, tilkynníngar og fréttir, og fara svo að sjúga rör og skríða undir bíla eftir mat eða beita og hausa og sjálfsagt fara þeir á dansleik á laugardaginn ef dansað verður eða verða heima að stynja og ropa á legubekkjum að hlusta á rúmbur og presturinn er sjálfum sér líkur ár eftir ár og lætur sjá sig á sunnudögum þegar fólkið er búið að éta kjöt- súpuna og komið í sparifötin, góður eins og Jesús og bölvar aldrei og gamall og studdur upp í kór, og Blessaður guðsmaðurinn, segja gamlar Jónínur og hugsa sælar og góðar eins og á jólum. 339
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.