Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 42
Timarit Máls og menningar í hárinu og hafði hnýtt skýluklút á sig, því það átti að vera ball á Oddanum í kvöld og strákurinn á búnaðarfélagsgröfunni var búinn að bjóða henni. Vindurinn ýfði ennþá stráin suður í mýrinni, en það horfði enginn á það lengur, þeir horfðu allir á Jóhannes og Jóhannes horfði á plastbollapörin. Og hver er það, sem þú átt von á? Það var Gústi í Borg, sem spurði, þeir höfðu nýverið kosið hann í hrepps- nefnd í staðinn fyrir Lúðvík bróður hans, sem hafði dottið ofan af nýju hlöðunni og orðið skrítinn í kollinum. Svo Gústi á Borg hafði aldeilis efni á að spyrja. Hver er það, sem þú átt von á, Jóhannes? Já, segðu okkur það, Jóhannes! Það var afglapinn í sláturhúsinu, sem tók undir, hann hallaði sér makinda- lega upp að veggnum og reykti Wings. Bókarinn í kaupfélaginu var þarna líka í hópnum og var alltaf að hagræða gleraugunum. Sumir sögðu hann þyrfti ekki þessi gleraugu í raun og veru, hann sæi eins vel gleraugnalaust og hver annar. Símstöðvarstjórinn hafði einhverntíma sagt, að hann gengi með gleraugu til að sýna, að hann væri samvinnuskólagenginn. Þeir lærðu þar að hagræða gleraugum á nefinu á sér, það væri mikið lagt upp úr því hvernig þeir færu að því að hagræða gleraugunum. En það var ekki að marka allt, sem símstöðvarstjórinn sagði, hann hafði ekki verið allsgáður síðan lýðveldið var stofnað. Hvurju áttu von á, Jóhannes? Nú var það Mundi í Shell, sem spurði á nýjaleik. Og Jóhannes heldur áfram að horfa á plastbollapörin eins og guðlega opinberun, en í þetta sinn svarar hann. Hann talar seint og dræmt meðan hann brýtur saman klútinn, búinn að snýta sér og þurrka sér vandlega. Tja — það gæti skeð hún kæmi í dag. Jæja! sagði stúlkan og klóraði sér í hárinu undir rúllunum. Þarftu þá ekki að kaupa eitthvað handa henni? Onei. Kannski konfektkassa? Ætli það. Þú átt kannski ennþá konfektkassann sem þú keyptir handa henni í vor. Ekkert svar. Jóhannes smeygði vasaklútnum með ýtrustu varfærni aftur í vasann. Ætlarðu að segja mér þú eigir ennþá konfektið, sem þú keyptir í vor? Jóhannes svaraði engu. Hann klóraði sér á bringspölunum. 344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.