Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 51
Vatnaskrímsl tekið tali „Það finnst mér nú líka þessa stundina,“ svara ég og kinka kollli. „,En væri það mikil fyrirhöfn — ég á við — að fara nánar út í tildrög — stutt yfirlit um einföldustu atriði...“ „í stuttu máli, einmitt. Því ekki það,“ segir ormurinn. „Taktu þá eftir. — Þegar Oðinn hafði fullkomnað sitt hrennuvargs-brottfararsjónarspil hélt ég áfram að hringa mig um litlu jarðarkúluna okkar öldum saman — já, og eftir því sem tímar liðu hefur hún orðið næstum alveg hnöttótt — ég þreyði semsagt þorrann og góuna sem síðastur fulltrúi fornkykvendanna ef svo má segja. Allt fram á miðaldir átti ég góða daga, var vitni fjölda skemmtilegra atvika, fylgdist síðarmeir með siglingum Kólumbusar um nætur eins og sæ- símastrengur; já, meira að segja með fjögurhundruð fyrstu WASP-unum, hverra afkomendur lögðu oss í té Dítroít og Hollívúdd; sá þá skvampast þetta á sínum hágu bjartsýnisfleytum, siðmenningarhakteriuna á þriðja stigi, — ef maður hefði getað gægzt um kristalskúlu og séð Hollívúdd og Dítroít þá þegar, þá má guð vita hvort maður hefði ekki hreinlega kútvelt þeim á stund- inni. — En þegar hér var komið sögu var samt þá þegar ýmsu tekið að halla á viðreisnarhliðina hvað mig snerti. Skynsemisöldin, eins og þeir kölluðu hana, hafði lengi verið á næstu grösum, og nú komu þeir askvaðandi hver um annan þveran þessir stólpagrísir — fyrst þessi andskotans Beikon, þarnæst sá kollótti Deskartes með krepptar tær, og loks þesssi Njúton, sá ... sá ... Jæja. Aðstaðan varð — vægast sagt — óþolanleg: ég neyddist beinlínis til þess að grafa mig í jörð niður. Sem ég og gerði. Þetta var á fögrum og frostbláum nóvemberdegi, og hausinn á mér var rétt í námunda við írkúzk í Síberju. Jökulkalt Bækalvatnið sindraði einsog roðaslunginn gimsteinn og heillaði mig í sinni djúpu kyrrð; og semsagt: ég var ekkert að tvínóna við það, held- ur steypti mér til botns einsog hugsun og tók að grafa mig niðrí iður jarðar. Við tóku nokkrir mánuðir linnulausrar uppsvelgingar; ég flakkaði um fram og aftur, kom meðal annars við í jarðarmiðju, en það var nokkuð sem ég hafði haft löngun til allt frá bernsku; og smám saman fékk ég þá tilfinningu, að — hvað skal segja — þá tilfinningu að ég væri fær um að framkvæma mý- margt sem ég virtist aldrei hafa haft tíma til að koma í verk áður; þá tilfinn- ingu, að — ja, þú skilur: allt í einu var maður ekki utanvið lengur, heldur var maður „innundir“ einsog þeir segja hér efra þegar þeir hafa staðizt próf- raun til að komast í sauðahjörðina sælu, aðeins með þeim reginmun að nú var ég bara meira „innundir“ en allir aðrir samanlagt; og ég hef nú alltaf verið einstaklingshyggjukvikindi frá hausi aftur í sporð. Ég gerði semsagt ráð fyrir því, að ég hefði sagt að fullu og öllu skilið við yfirborðið. Nema 23 TMM 353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.