Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 51
Vatnaskrímsl tekið tali
„Það finnst mér nú líka þessa stundina,“ svara ég og kinka kollli. „,En
væri það mikil fyrirhöfn — ég á við — að fara nánar út í tildrög — stutt
yfirlit um einföldustu atriði...“
„í stuttu máli, einmitt. Því ekki það,“ segir ormurinn. „Taktu þá eftir. —
Þegar Oðinn hafði fullkomnað sitt hrennuvargs-brottfararsjónarspil hélt ég
áfram að hringa mig um litlu jarðarkúluna okkar öldum saman — já, og
eftir því sem tímar liðu hefur hún orðið næstum alveg hnöttótt — ég þreyði
semsagt þorrann og góuna sem síðastur fulltrúi fornkykvendanna ef svo má
segja. Allt fram á miðaldir átti ég góða daga, var vitni fjölda skemmtilegra
atvika, fylgdist síðarmeir með siglingum Kólumbusar um nætur eins og sæ-
símastrengur; já, meira að segja með fjögurhundruð fyrstu WASP-unum,
hverra afkomendur lögðu oss í té Dítroít og Hollívúdd; sá þá skvampast þetta
á sínum hágu bjartsýnisfleytum, siðmenningarhakteriuna á þriðja stigi, —
ef maður hefði getað gægzt um kristalskúlu og séð Hollívúdd og Dítroít þá
þegar, þá má guð vita hvort maður hefði ekki hreinlega kútvelt þeim á stund-
inni. — En þegar hér var komið sögu var samt þá þegar ýmsu tekið að halla
á viðreisnarhliðina hvað mig snerti. Skynsemisöldin, eins og þeir kölluðu
hana, hafði lengi verið á næstu grösum, og nú komu þeir askvaðandi hver um
annan þveran þessir stólpagrísir — fyrst þessi andskotans Beikon, þarnæst sá
kollótti Deskartes með krepptar tær, og loks þesssi Njúton, sá ... sá ... Jæja.
Aðstaðan varð — vægast sagt — óþolanleg: ég neyddist beinlínis til þess að
grafa mig í jörð niður. Sem ég og gerði. Þetta var á fögrum og frostbláum
nóvemberdegi, og hausinn á mér var rétt í námunda við írkúzk í Síberju.
Jökulkalt Bækalvatnið sindraði einsog roðaslunginn gimsteinn og heillaði
mig í sinni djúpu kyrrð; og semsagt: ég var ekkert að tvínóna við það, held-
ur steypti mér til botns einsog hugsun og tók að grafa mig niðrí iður jarðar.
Við tóku nokkrir mánuðir linnulausrar uppsvelgingar; ég flakkaði um fram
og aftur, kom meðal annars við í jarðarmiðju, en það var nokkuð sem ég
hafði haft löngun til allt frá bernsku; og smám saman fékk ég þá tilfinningu,
að — hvað skal segja — þá tilfinningu að ég væri fær um að framkvæma mý-
margt sem ég virtist aldrei hafa haft tíma til að koma í verk áður; þá tilfinn-
ingu, að — ja, þú skilur: allt í einu var maður ekki utanvið lengur, heldur
var maður „innundir“ einsog þeir segja hér efra þegar þeir hafa staðizt próf-
raun til að komast í sauðahjörðina sælu, aðeins með þeim reginmun að nú
var ég bara meira „innundir“ en allir aðrir samanlagt; og ég hef nú alltaf
verið einstaklingshyggjukvikindi frá hausi aftur í sporð. Ég gerði semsagt
ráð fyrir því, að ég hefði sagt að fullu og öllu skilið við yfirborðið. Nema
23 TMM
353