Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar hvað, mér varð því miður ekki kápan úr því klæðinu, — eða öllu heldur: kápan varð ívið þykk. Því að hversu gott sem skjólið er, verður maður þó að geta andað, og hvort sem maður er dýr eða mannskepna; og endaþótt lík- amsbákn mitt sé yfirtaksgott forðabúr sem getur tekið við andrúmslofti til hálfs árs, þá er hálfa árið liðið einn góðan veðurdag, og náttúran segir til sín ... í stuttu máli sagt, dag einn í haustbyrjun neyddist ég til að skjóta mér upp á yfirborðið. Eg minntist enn Bækalvatnsins blíða og eðlisávísun mín hvatti mig til að leita svipaðs umhverfis; ég gróf mig spölinn sem eftir var upp á yfirborðið og lenti — hér. Ég hefði varla getað fundið dásamlegri stað. Skotland — það er þó land sem segir sex! Þetta þokuslungna, mér ligg- ur við að segja ossíanska andrúmsloft sem óðara umlykur mann, þessi heil- brigða fyrirlitning á hverju og einu áþreifanlegu í rúmhelgi og lífsviðhorf- um etc. etc., svo ég nú ekki tali um verndina gegn almenningi, sem maður nýtur hvergi í jafn ríkum mæli og hér. ímyndaðu þér t. d. að mér hefði skotið upp, ja — í Næagarafossunum; milljón fjarstæðra spurninga sem ég hefði þurft að svara á augabragði, auk þeirrar kleppsvinnu að þurfa að tjá allt á barnamáli. Það er erfitt að venjast slíku og þvílíku úrþví maður er á annað borð ekki fæddur í gær. Gamla Ness var semsagt tilnefnt sem Loft- stöð A, með þeim réttindum að mega veita mér viðtöku að minnsta kosti einu sinni ár hvert; reyndin hefur þó orðið sú, að ég eyði sumarleyfinu hér, afganginn af árinu er ég á flakki, ýmist við jarðarmiðju, uppivið Bækal, stundum hjá Atlantis hinu sokkna; en allajafna þegar ég leita upp í Ijósið þá reyni ég — gegnum þau sambönd sem ég hef — að verða mér úti um fáein dagblöð frá tímabilinu sem ég hef verið í burtu, þannig að ég geti nokkurn- veginn haldið áfram að vera á jour með því sem er á yfirborðinu. Á ferð- um mínum hef ég smámsaman grafið sundur hnattkúluna hið innra og gæti þess vegna fengið hana til að skreppa saman hvenær sem mér þóknaðist; hressileg lækkun á verðmætri undirstöðu nokkurra stórborga — ekki svo vit- laust kannski, ha? — Ef einhver ætlaði sér að vera með derring hér eða þar, þá væri ég ekkert að tvínóna við það. Hvað um það ... skiptir ekki máli, mér er svosem sama um það eins og það leggur sig.“ „En hvað um einskonar kommbakk?“ spyr ég. „Hefurðu aldrei hugleitt það?“ „Hugleitt hef ég það að vísu,“ segir ormurinn, „en það er eins og sú stund sé enn ekki komin. Á öldinni sem leið var visst árabil — rómantíska tímaskeiðið er það víst nefnt — þar sem ég ætlaði mér ýmislegt fyrir; ég hafði sambönd bæði hér og þar við fólk af ýmsu tagi sem ég komst smámsam- 354
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.