Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar afl, myndríki hans og líkingaauð. Jafnt í bundnu máli sem óbundnu átti hann málsnilld sem ekkert stóðst fyrir. Hann trúði á vald orðsins, á mátt íslenzkrar tungu, og enginn gat með meiri rétti sagt að orð er á íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu. En nægir orðsniUd til að gera skáldskap að list, til að glæða kvæði því afli að það lifi með þjóðinni, og ekki aðeins lifi með henni heldur verði þeir vængir sem hún lyftir sér á til flugs? Vissulega ekki. Og það ber enn að sama brunni að það var skynjunargáfan sem gerði Einar að skáldi. Það var fegurðin yfir íslandi sem vakti skáldið í brjósti hans: blá- loftið, stjarnan. Mig snart einn geisli frá bláloftsins brá; ég brjótast og iða fann lifsins þrá í eggskurns hjúpi míns bjarta. Og um stjörnuna segir hann: Mín jarðneska hugsun, þitt himneska bál hittust eitt kvöld eins og tinna við stál, Og upp frá því átti hann sýn tveggja heima. Því að vakna til lífs, verða skáld, er að hafa orðið svo snortinn af því sem er, af náttúrunni, af örlögum þjóðar sinnar, ilmi skógarins, hinni fjarlægustu stjörnu, brimhlj óðinu, að finna það sem brot af sjálfum sér og vilja tjá það í orði, höndla það, ekki vegna þess að það sé fjarlægt og ókunnugt, heldur af því að það á ítök í manni sjálfum, er um leið og það er í fjærstu fjarlægð einnig í næstu nálægð, í eðliskjarna manns sjálfs. Og er þá ekki enn á ný farið að sjá skáldið í hillingum, eða komið inn á braut hins dularfulla? Fjarri fer því. Er það dularfullt að beina flugi til stjarnanna, að knýja að dyrum hins ókannaða og ókunna, að finna að um grein og stofn rennur sami straumur og í eigin barmi, að vita að allt er af einu fætt, og að mustarðskorn af vilja björgin brýtur? Eða hvað hafa vísind- in á þessari öld verið að leiða í ljós? Er ekki nær að nema í ljóðum Einars líkt og brot af hljómkviðu vísindanna og þeirri undrasýn sem þau hafa gefið inn að kjarna efnisins og út í víðáttur rúms og tíma. Hann lærði af þeim að sj á hið stóra í því smáa, að skynj a að í hverju strái er himingróður, í hverjum dropa reginsjór. Eins og Einar varð fyrstur til að skynja öldina í framförum og tækni svo upp- laukst hún fyrir honum í nýrri andlegri sjón yfir þjóð og heim og tilverima 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.