Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 67
Þrjú sháld alla þar sem iða og kvika straumar lífs og orku, rafs og seguls, ljóss og hljóms og lita, og náttúran dauð og lifandi flæddi að sál hans eins og ógrynnisbylgja. Sameiginlega með öldinni á hann þá æðstu viðleitni, hina óslökkvandi þrá: undrið mikla að skynja og sjá, sem aldrei leit annar neinn. Kvæði hans eru víð og djúp og list hárrar sjónar af því að þau fela öldina í sér. Og það er sem skáld hinnar hærri sjónar að Einar Benediktsson lyfti ís- landi yfir sjálft sig og stækkaði hvern Islending. Fyrirtæki hans runnu út í sandinn. Auðhyggjan brást honum. íslendingar á hans dögum voru nógu trúir uppruna sínum, nógu stoltir í fátækt sinni, til að vilja rísa af eigin ram- leik. Og Einar ætlaði sér ekki annað í ákefð sinni en slita lilekki fátæktar- innar af þjóðinni. Þó að hann sæi í gullinu afl þeirra hluta sem gera skal virti hann það í rauninni að vettugi. Menn skulu ekki ætla að það hafi verið eitthvert hugsj ónasnautt velferðarríki sem fyrir honum vakti. Sóley hans með frægðarljóina sögu bókmennta og tungu og háan tæran himin norðursins yfir sér átti æðra hlutverk í heiminum: á sviði andlegrar menningar. Þar ræður ekki fátækt og smæð úrslitum, heldur mannlegir yfirburðir. Þar skyldi djúp- ið brúað milli Islands og heimsins. Hann vildi vekja með þjóðinni andlegt þor og metnað og fá hana til að líta stórt á sjálfa sig. Svo að sízt af öllu ættu menn að leita röksemdar hjá Einari Benediktssyni fyrir því að beygja höfuð sin í duftið. En harmur var að Einari kveðinn eins og öðrum sem ætla sér mikinn hlut og greiða veg manns og þjóðar. Spurði hann ekki sjálfur í ótta: Hví brauzt ég frá sókn hinna vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell? Og lét hann ekki falla á sig hinn þunga dóm: Færi heim af banabrautum brot mín — fyrir vaxtað pund. Hvers ætlaðist hann til? Og hlaut ekki að koma spurning á móti: Hvaðan feykja hjartna draumar hærra brimi á stjörnutind? 24tmm 369
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.