Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
mjög miklu til leiöar, ef hann styðst
einungis viö sitt eigið vit. En mann-
legur heili er nógu stór og fullkominn
til þess aö hann hefur getað leyst þá
þraut að koma á sambandi milli ein-
staklinga sinnar tegundar. Þetta hef-
ur mörgum dýrum einnig tekizt, ef
ekki flestum: Skógarþröstur sem sit-
ur uppi á reykháfi hefur auga með
því sem gerist kringum húsið; ef
hann sér kött læðast í nágrenni við
það gefur hann frá sér alveg sérstakt
hljóð og varar aðra skógarþresti við
hættunni. Þetta er miðlun staðreynda
milli einstaklinga. En lítill heili tekur
við ákveðnu magni af fróðleik og
ekki meiru. Nú er það svo, að allt
sem gerist í veröldinni verður fyrir
samverkan mismunandi margra or-
saka. Ef lífvera vill taka fram fyrir
hendurnar á hinni lögmálsbundnu
náttúru og láta eitthvað gerast, þá
þarf hún að vita hvað til þess þarf,
ef ekki allt sem til þarf að eitthvað
gerist, þá að minnsta kosti flesta or-
sakendur. Það er auðvitað að stór
og fullkominn heili hefur meiri mögu-
leika til að leysa flóknar þrautir en
lítill.
Við miklum oft fyrir okkur hverju
maðurinn hefur komið til leiðar, og
að vonum, því að í raun og veru er
það meira en mannleg hugsun megni
að skilja eða ígrunda til fulls. Hins
vegar er ég ekki viss um að við hugs-
um oft út í hvað einn maður er lítils
megandi og hvað það er sem einkum
hefur orðið þess valdandi hverju
mannkynið hefur fengið áorkað.
Eins og ég sagði áðan er maðurinn
svo vel úr garði gerður að hafa stór-
an heila sem getur varðveitt mikla
lífsreynslu og nægilega mikið af stað-
reyndum til þess að láta flókna hluti
gerast. Ef maðurinn lifir lengi og
verður gamall getur hann safnað
miklum fróðleik, en sá maður sem
getur geymt mikið af því efni sem
heila hans hefur borizt er kallaður
minnugur. Minni manna er misjafnt,
eins og alkunnugt er, en hins vegar
mun erfitt að mæla hvað einn manns-
haus getur munað.
Ég hef heyrt sögu sagða eftir
sænskum skordýrafræðingi, Lindroth
að nafni. Hann fór eitt sinn til Ame-
ríku og heimsótti þar einn frægasta
skordýrafræðing veraldar. Hann fékk
fyrir náð og miskunn að koma inn á
skrifstofu Ameríkanans, en þegar
hann kom út aftur var hann spurður
hvort hinn hefði ekki verið heldur
fúll og þurr á manninn. Jú; Svíanum
fannst hann vera heldur kuldalegur.
Þá segir sá sem spurði: ‘Ég skal
segja þér, að hann þekkir tvö þúsund
skorkvikindi; ef hann rekst á nýtt, þá
gleymir hann einhverju af þeim sem
hann þekkti áður. Þess vegna vill
hann ekki hitta ókunnuga menn.‘
Ef þessi saga er sönn, er hún nokk-
ur mælikvarði á getu eins mannlegs
heila, en það ber að hafa í huga, að
til þess að þekkja tvö þúsund skor-
372