Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar mjög miklu til leiöar, ef hann styðst einungis viö sitt eigið vit. En mann- legur heili er nógu stór og fullkominn til þess aö hann hefur getað leyst þá þraut að koma á sambandi milli ein- staklinga sinnar tegundar. Þetta hef- ur mörgum dýrum einnig tekizt, ef ekki flestum: Skógarþröstur sem sit- ur uppi á reykháfi hefur auga með því sem gerist kringum húsið; ef hann sér kött læðast í nágrenni við það gefur hann frá sér alveg sérstakt hljóð og varar aðra skógarþresti við hættunni. Þetta er miðlun staðreynda milli einstaklinga. En lítill heili tekur við ákveðnu magni af fróðleik og ekki meiru. Nú er það svo, að allt sem gerist í veröldinni verður fyrir samverkan mismunandi margra or- saka. Ef lífvera vill taka fram fyrir hendurnar á hinni lögmálsbundnu náttúru og láta eitthvað gerast, þá þarf hún að vita hvað til þess þarf, ef ekki allt sem til þarf að eitthvað gerist, þá að minnsta kosti flesta or- sakendur. Það er auðvitað að stór og fullkominn heili hefur meiri mögu- leika til að leysa flóknar þrautir en lítill. Við miklum oft fyrir okkur hverju maðurinn hefur komið til leiðar, og að vonum, því að í raun og veru er það meira en mannleg hugsun megni að skilja eða ígrunda til fulls. Hins vegar er ég ekki viss um að við hugs- um oft út í hvað einn maður er lítils megandi og hvað það er sem einkum hefur orðið þess valdandi hverju mannkynið hefur fengið áorkað. Eins og ég sagði áðan er maðurinn svo vel úr garði gerður að hafa stór- an heila sem getur varðveitt mikla lífsreynslu og nægilega mikið af stað- reyndum til þess að láta flókna hluti gerast. Ef maðurinn lifir lengi og verður gamall getur hann safnað miklum fróðleik, en sá maður sem getur geymt mikið af því efni sem heila hans hefur borizt er kallaður minnugur. Minni manna er misjafnt, eins og alkunnugt er, en hins vegar mun erfitt að mæla hvað einn manns- haus getur munað. Ég hef heyrt sögu sagða eftir sænskum skordýrafræðingi, Lindroth að nafni. Hann fór eitt sinn til Ame- ríku og heimsótti þar einn frægasta skordýrafræðing veraldar. Hann fékk fyrir náð og miskunn að koma inn á skrifstofu Ameríkanans, en þegar hann kom út aftur var hann spurður hvort hinn hefði ekki verið heldur fúll og þurr á manninn. Jú; Svíanum fannst hann vera heldur kuldalegur. Þá segir sá sem spurði: ‘Ég skal segja þér, að hann þekkir tvö þúsund skorkvikindi; ef hann rekst á nýtt, þá gleymir hann einhverju af þeim sem hann þekkti áður. Þess vegna vill hann ekki hitta ókunnuga menn.‘ Ef þessi saga er sönn, er hún nokk- ur mælikvarði á getu eins mannlegs heila, en það ber að hafa í huga, að til þess að þekkja tvö þúsund skor- 372
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.