Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 80
Tímarit Máls og menningar fornleifafræðingur, Olaf Olsen að nafni, fært svo sterkar líkur fyrir að goðahús hafi aldrei verið hyggð á Norðurlöndum og ekki í norðan- verðri Evrópu, að kalla má sannan- ir.G En þessu hafa menn gleymt á tvö hundruð árum. Ef okkur finnst það undarlegt, skulum við athuga hvort ekki hafi eitthvað svipað gerzt á vorum dögum. Burstabæir voru algengir um allt Island fyrir hálfri öld. En hvernig var húsaskipun áður en burstabæir voru byggðir? Ég býst við að þótt sent væri í allar sveitir og haft tal af hverjum manni sem til er í land- inu, væri ekki hægt að fá svar við þessari spurningu, nema afla sér vitneskju úr skrifuðum heimildum, eða þá frá þeim mönnum sem hafa sitt vit úr skrifuðum heimildum. Það eru ekki nema um tvö hundruð ár síðan burstabæir voru fyrst byggðir á íslandi og ekki nema rúm hundrað ár frá því að þeir urðu algengir; áð- ur voru byggð langhús.7 En ef engar ritaðar heimildir væru til um bygg- ingarlag fyrr á öldum myndum við líklega fullyrða að Ingólfur Arnar- son hefði reist sér burstabæ í Reykja- vík á síðara hluta níundu aldar, og væri raunar ekki miklu fráleitara en myndin af honum á Arnarhóli, þar sem hann styðst við vopn sem ekki komst í tízku á Norðurlöndum fyrr en upp úr miðri 15. öld. Og við getum haldið áfram að tala um Ingólf Arnarson. í íslendingabók Ara fróða, sem talin er traust heim- ild, segir um hann: ‘Ingólfur hét maður norrænn er sannlega er sagt að færi fyrst þaðan til íslands þá er Haraldur hinn hárfagri var tólf vetra gamall, en í annað sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suður í Reykjar- vík. Þar er Ingólfshöfði kallaður fyr- ir austan Minþakseyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfusá er hann lagði sína eigu á síðan.’ Ari fróði hefur stuðzt við munnlegar heimildir. Sumum hefur þótt undarlegt að hann nefni ekki hvers son Ingólfur var, en vegna þess hve Ari er stuttorður í íslendingabók getum við ekki vitað hversu ítarlegar heimildir hans hafa verið. I Land- námu eru löluverðar frásagnir af Ingólfi, en hætt er við að lítið sé um sögulegar staðreyndir í þeim, og er það eitt til dæmis, að Vestmanna- eyjar sjást alls ekki af Hjörleifs- höfða. Jón prófessor Jóhannesson taldi líklegra að Ingólfur hefði verið Bj örnólfsson, eins og segir í Þórðar- bók Landnámu (eftir Melabók), en ekki Arnarson eins og segir í öðrum gerðum.8 Það má þykja hart, að geta ekki sagt um með fullri vissu hvers son landnámsmaðurinn var, og vita þó fátt um hann annað sem sann- að verður af öruggum heimildum, en þetta er nefnt hér til dæmis um það hvílíkan vanda er við að eiga, þegar engar skráðar samtímaheimildir eru 382
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.