Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
fornleifafræðingur, Olaf Olsen að
nafni, fært svo sterkar líkur fyrir að
goðahús hafi aldrei verið hyggð á
Norðurlöndum og ekki í norðan-
verðri Evrópu, að kalla má sannan-
ir.G En þessu hafa menn gleymt á
tvö hundruð árum. Ef okkur finnst
það undarlegt, skulum við athuga
hvort ekki hafi eitthvað svipað gerzt
á vorum dögum.
Burstabæir voru algengir um allt
Island fyrir hálfri öld. En hvernig
var húsaskipun áður en burstabæir
voru byggðir? Ég býst við að þótt
sent væri í allar sveitir og haft tal
af hverjum manni sem til er í land-
inu, væri ekki hægt að fá svar við
þessari spurningu, nema afla sér
vitneskju úr skrifuðum heimildum,
eða þá frá þeim mönnum sem hafa
sitt vit úr skrifuðum heimildum. Það
eru ekki nema um tvö hundruð ár
síðan burstabæir voru fyrst byggðir
á íslandi og ekki nema rúm hundrað
ár frá því að þeir urðu algengir; áð-
ur voru byggð langhús.7 En ef engar
ritaðar heimildir væru til um bygg-
ingarlag fyrr á öldum myndum við
líklega fullyrða að Ingólfur Arnar-
son hefði reist sér burstabæ í Reykja-
vík á síðara hluta níundu aldar, og
væri raunar ekki miklu fráleitara en
myndin af honum á Arnarhóli, þar
sem hann styðst við vopn sem ekki
komst í tízku á Norðurlöndum fyrr
en upp úr miðri 15. öld.
Og við getum haldið áfram að tala
um Ingólf Arnarson. í íslendingabók
Ara fróða, sem talin er traust heim-
ild, segir um hann: ‘Ingólfur hét
maður norrænn er sannlega er sagt
að færi fyrst þaðan til íslands þá er
Haraldur hinn hárfagri var tólf vetra
gamall, en í annað sinn fám vetrum
síðar. Hann byggði suður í Reykjar-
vík. Þar er Ingólfshöfði kallaður fyr-
ir austan Minþakseyri, sem hann kom
fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyrir
vestan Ölfusá er hann lagði sína eigu
á síðan.’ Ari fróði hefur stuðzt við
munnlegar heimildir. Sumum hefur
þótt undarlegt að hann nefni ekki
hvers son Ingólfur var, en vegna þess
hve Ari er stuttorður í íslendingabók
getum við ekki vitað hversu ítarlegar
heimildir hans hafa verið. I Land-
námu eru löluverðar frásagnir af
Ingólfi, en hætt er við að lítið sé um
sögulegar staðreyndir í þeim, og er
það eitt til dæmis, að Vestmanna-
eyjar sjást alls ekki af Hjörleifs-
höfða. Jón prófessor Jóhannesson
taldi líklegra að Ingólfur hefði verið
Bj örnólfsson, eins og segir í Þórðar-
bók Landnámu (eftir Melabók), en
ekki Arnarson eins og segir í öðrum
gerðum.8 Það má þykja hart, að
geta ekki sagt um með fullri vissu
hvers son landnámsmaðurinn var, og
vita þó fátt um hann annað sem sann-
að verður af öruggum heimildum, en
þetta er nefnt hér til dæmis um það
hvílíkan vanda er við að eiga, þegar
engar skráðar samtímaheimildir eru
382