Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 84
Timarit Máls og menningar albúm með myndum Ciurlionis, þessa rómantíska Litháa sem stundum er kallaður fyrstur abstraktlistamaður. Yfir breiðum dívani teikning eftir Corot og heldur dapurleg borgarmynd eftir Falk, einn þeirra listamanna landsins sem Erenbúrg hafði í end- urminningunum viljað draga fram úr gleymsku og kjöllurum. Og að sjálfsögðu fræg teikning sem Picasso gerði af húsráðanda 1948 — undir- skrift: til þín, vinur minn. Það var fyrst talað um pólska skáldið, um væntanlega þýðingu, um þær viðtökur sem fyrstu bækur end- urminninganna höfðu hlotið þá þeg- ar bæði í Sovétríkjunum og erlendis. Ég sagðist hafa hug á því að þýða síðarmeir æskuverk Erenbúrgs, Julio Jurenito, líklega hefðu landar mínir gaman að þessháttar samsetningi. Julio Jurenito kom fyrst út 1922 — bókin heitir fullu nafni: Furðuleg ævintýri Julio Jurenito og lærisveina hans (sjö nöfn, þ. á m. Erenbúrgs) á dögum friðar, styrjaldar og bylting- ar í París, Mexíkó, í Róm, í Senegal, í Kínesjma í Moskvu og á öðrum stöðum, ennfremur ýmisleg ummæli meistarans um pípur, dauðann, ást- ina, frelsið, skák, Gyðinga, um upp- byggingu og margt annað). — Julio Jurenito, já — mér þykir yfirhöfuð ekki vænt um nema örfáar bóka minna, en þér vitið að mér er ekki sama um þessa bók. Næsta ár verður byrjað á útgáfu verka minna í níu bindum; í því fyrsta verður Julio, í Prototsnígötu og Pípurnar þrettán allar, allt sjaldgæfir gripir nú orðið. Ritstjórinn var að hringja, hann og hans fólk er að skemmta sér við að „uppgötva“ fyrstu bækur mín- ar. En hefði Julio Jurenito ekki verið tekinn með þá hefði ég lagt bann á útgáfuna alla. — Getur það verið að menn hafi eitthvað á móti þeirri bók? spurði Lena. — Ekki eruð þér frá íslandi? spurði Erenbúrg. Af hverju komið þér þá með svo barnalega spurn- ingu? — Já, en ég hélt að andrúmsloftið væri nú það mikið breytt, sagði Lena, og svo ummæli Leníns . . . (Lenín sagði um Jurenito við konu sína: Þú manst eftir honum Ilja loðna? Honum hefur heldur hetur tekizt upp.) — Andrúmsloftið, það er afstætt fyrirbæri. Eitt er að tala um hlutina á flokksþingi á pólitíska vísu, annað að sjá þá í framkvæmd. Haldið þið að höfuð embættismanna séu eins og grafhýsi (Leníns — Á. B.), sem hægt er að snara út úr því sem þar á ekki heima? Og að því er varðar á- hrif jákvæðra ummæla Leníns um þessa gömlu bók, þá get ég nefnt ann- að dæmi, enn fróðlegra. Ég held það hafi verið 1924 að Stalín skrifaði grein sem hann kallaði Um pólitísk- an stíl Leníns. Þar vitnar hann í smá- 386
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.