Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Blaðsíða 84
Timarit Máls og menningar
albúm með myndum Ciurlionis, þessa
rómantíska Litháa sem stundum er
kallaður fyrstur abstraktlistamaður.
Yfir breiðum dívani teikning eftir
Corot og heldur dapurleg borgarmynd
eftir Falk, einn þeirra listamanna
landsins sem Erenbúrg hafði í end-
urminningunum viljað draga fram
úr gleymsku og kjöllurum. Og að
sjálfsögðu fræg teikning sem Picasso
gerði af húsráðanda 1948 — undir-
skrift: til þín, vinur minn.
Það var fyrst talað um pólska
skáldið, um væntanlega þýðingu, um
þær viðtökur sem fyrstu bækur end-
urminninganna höfðu hlotið þá þeg-
ar bæði í Sovétríkjunum og erlendis.
Ég sagðist hafa hug á því að þýða
síðarmeir æskuverk Erenbúrgs, Julio
Jurenito, líklega hefðu landar mínir
gaman að þessháttar samsetningi.
Julio Jurenito kom fyrst út 1922
— bókin heitir fullu nafni: Furðuleg
ævintýri Julio Jurenito og lærisveina
hans (sjö nöfn, þ. á m. Erenbúrgs) á
dögum friðar, styrjaldar og bylting-
ar í París, Mexíkó, í Róm, í Senegal,
í Kínesjma í Moskvu og á öðrum
stöðum, ennfremur ýmisleg ummæli
meistarans um pípur, dauðann, ást-
ina, frelsið, skák, Gyðinga, um upp-
byggingu og margt annað).
— Julio Jurenito, já — mér þykir
yfirhöfuð ekki vænt um nema örfáar
bóka minna, en þér vitið að mér er
ekki sama um þessa bók. Næsta ár
verður byrjað á útgáfu verka minna
í níu bindum; í því fyrsta verður
Julio, í Prototsnígötu og Pípurnar
þrettán allar, allt sjaldgæfir gripir
nú orðið. Ritstjórinn var að hringja,
hann og hans fólk er að skemmta sér
við að „uppgötva“ fyrstu bækur mín-
ar. En hefði Julio Jurenito ekki verið
tekinn með þá hefði ég lagt bann á
útgáfuna alla.
— Getur það verið að menn hafi
eitthvað á móti þeirri bók? spurði
Lena.
— Ekki eruð þér frá íslandi?
spurði Erenbúrg. Af hverju komið
þér þá með svo barnalega spurn-
ingu?
— Já, en ég hélt að andrúmsloftið
væri nú það mikið breytt, sagði Lena,
og svo ummæli Leníns . . .
(Lenín sagði um Jurenito við konu
sína: Þú manst eftir honum Ilja
loðna? Honum hefur heldur hetur
tekizt upp.)
— Andrúmsloftið, það er afstætt
fyrirbæri. Eitt er að tala um hlutina
á flokksþingi á pólitíska vísu, annað
að sjá þá í framkvæmd. Haldið þið
að höfuð embættismanna séu eins
og grafhýsi (Leníns — Á. B.), sem
hægt er að snara út úr því sem þar á
ekki heima? Og að því er varðar á-
hrif jákvæðra ummæla Leníns um
þessa gömlu bók, þá get ég nefnt ann-
að dæmi, enn fróðlegra. Ég held það
hafi verið 1924 að Stalín skrifaði
grein sem hann kallaði Um pólitísk-
an stíl Leníns. Þar vitnar hann í smá-
386