Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Page 86
Ylmarit Máls og menningaT byrgð ýmissa manna á þeim) — en ég er að skrifa um lifandi fólk. En það kemur alltaf ýmislegt gott í Novi mír. Efím Dorosj skrifar vel um sveitirnar, hann er einn af þeim sem ekki koma með gagnrýni eftir á heldur gengur á undan, nemur ný lönd. Nekrasof skrifar alltaf vel og Kaverín — og Kazakevítsj. En ég var ekki eins hrifinn af Bláu stílabók- inni hans og margir aðrir. Mönnum þykir merkilegt að þar er Zinovéf sýndur við hlið Leníns. En Kazake- vítsj lýsir ekki raunverulegum sam- skiptum þeirra heldur lagar þau um of til í hendi sér til þess að komast betur að nútímanum. Og vel á minnzt: á næsta ári kemur gaman- saga eftir Tönju Esenínu, dóttur Es- eníns, sem Meyerhold ól upp — það verður góð bók. — Tarúsjasafnið? (Safn nýs og eldri skáldskapar og greina sem þá kom út með ævintýralegum hætti í Kalúgahéraði áður en Moskva gæfi grænt ljós). Já — það er ágætt finnst mér, þar er mikið eftir Tsvetaévu, dásamlega skáldkonu. Ég var líka mjög ánægður með Ijóðasafn henn- ar sem kom út í Leníngrad, vel var í það valið og það hefur áreiðanlega góð áhrif á ungskáldin okkar. Það tókst ver til með Pasternakúrvalið, enda sú Súrkof um það, honum þyk- ir ekkert vænt um Pasternak. Ekki má heldur gleyma minningabókum Pástovskís. Það er mjög gott fyrir æskuna að fá þetta, það er svo margt sem hún þekkir ekki, hún þekkti jafn- vel Babel illa. Ég fæ sjálfur einkum tvennskonar bréf frá lesendum um endurminningarnar. Annarsvegar frá gömlu fólki sem er þakklátt fyrir lýs- ingu á því sem það lifði sjálft — hinsvegar frá unglingum, þakklátum fyrir fróðleik, auk þess finnst þeim bókin sitt barátturit. — Évtúsjenko? — Hann hefur hæfileika, strákur- inn, en hann er kjaftaskur. Það er eins og vanti í hann sæmilega beina- grind og jafnvel Babí Jar er illa gert kvæði ... Babí Jar er stefnt gegn Gyðinga- hatri í hvaða mynd sem er og Évtú- sjenko hlaut ekki beinlínis ástarkossa fyrir það hjá hægra arminum í sov- ézku menningarlífi. Og rétt er að bæta enn við skýringum. Á ofan- greindu flokksþingi hafði verið hald- ið uppi harðri pólitískri gagnrýni á Stalín og ýmsa samábyrgðarmenn hans. Bókmenntir og menningarmál voru og til umræðu, en þar blés úr nokkuð annarri átt. Þrír rithöfund- ar, Sjolokhof og ritstjórarnir Kotsje- tof og Gíbatsjof héldu uppi zdan- ofsku hríðarveðri með árásum á rót- tækari og frjálslyndari öfl — einkum veittust þeir síðarnefndu að þeim Er- enbúrg og Évtúsjenko. Þegar talið barst að þessu liði kallaði Erenbúrg það blátt áfram bófafélagið. — í eina skiptið á þessu þingi sem 388
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.